Bandaríkin enn í forystu og Tiger fékk loksins stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2011 12:49 Tiger Woods í Ástralíu í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Woods spilaði með Dustin Johnson í morgun og saman unnu þeir sigur á Adam Scott og KJ Choi þegar liðin mættust í fjórmenningi fyrri hluta dagsins. Þeir Woods og Johnson töpuðu hins vegar í fjórleiknum eftir hádegi fyrir þeim KT Kim og YE Yang. Woods gekk þá skelfilega að pútta. Hann kom sér í fuglafæri á hverri einustu holu en missti alls níu pútt af fimm metra færi eða minna yfir hringinn. Það kom þó ekki að sök fyrir bandaríska liðið sem þarf aðeins fjögur og hálft stig á lokadeginum til að tryggja sér titilinn. Þá verður keppt í einstaklingskeppni og eru viðureignirnar samtals tólf. Woods mætir þá Aaron Baddeley. Ekki vantaði dramatíkina í nótt en Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan setti niður magnað pútt á sautjándu af sex metra færi. Jason Day var þá nýbúinn að setja niður litlu styttra pútt við mikinn fögnuð heimamanna. Mahan sá hins vegar við honum og tryggði sínum mönnum sigur. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods náði loksins stigi fyrir bandaríska liðið í Forsetabikarnum í golfi en að loknum þriðja keppnisdeginum hefur Bandaríkin fjögurra stiga forystum, 13-9. Woods spilaði með Dustin Johnson í morgun og saman unnu þeir sigur á Adam Scott og KJ Choi þegar liðin mættust í fjórmenningi fyrri hluta dagsins. Þeir Woods og Johnson töpuðu hins vegar í fjórleiknum eftir hádegi fyrir þeim KT Kim og YE Yang. Woods gekk þá skelfilega að pútta. Hann kom sér í fuglafæri á hverri einustu holu en missti alls níu pútt af fimm metra færi eða minna yfir hringinn. Það kom þó ekki að sök fyrir bandaríska liðið sem þarf aðeins fjögur og hálft stig á lokadeginum til að tryggja sér titilinn. Þá verður keppt í einstaklingskeppni og eru viðureignirnar samtals tólf. Woods mætir þá Aaron Baddeley. Ekki vantaði dramatíkina í nótt en Bandaríkjamaðurinn Hunter Mahan setti niður magnað pútt á sautjándu af sex metra færi. Jason Day var þá nýbúinn að setja niður litlu styttra pútt við mikinn fögnuð heimamanna. Mahan sá hins vegar við honum og tryggði sínum mönnum sigur.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira