Sport

Ragna komin áfram í aðra umferð - mætir írskri stelpu seinna í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Anton
Ragna Ingólfsdóttir, nýkrýndur meistari á Iceland International mótinu, er komin áfram í aðra umferð á alþjóðlega norska mótinu í badminton en hún sló út Söndru-Mariu Jensen frá Danmörku í fyrstu umferðinni í dag.

Ragna vann Söndru-Mariu Jensen 21-13 og 21-19.  Jensen er í 221. sæti heimslistans en Ragna er í því 64.  

Annar leikur Rögnu á mótinu er síðar í dag en þá keppir hún við Chloe Magee frá Írlandi.  Magee er í 49. sæti heimslistans og er raðað númer fjögur inn í einliðaleik kvenna á þessu móti.  Því má búast við erfiðum leik hjá Rögnu á eftir.  

Ragna og Magee hafa þrisvar mæst áður en þær öttu kappi á alþjóðlega litháenska mótinu í júní á þessu ári en þar vann Magee 21-11 og 23-21, á norska mótinu í fyrra en þar vann Magee eftir oddalotu 20-22, 21-9 og 21-15.  Ragna vann Magee á Evrópukeppni landsliða árið 2007 21-18 og 21-18.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×