Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson er jafn sex öðrum í 22. sæti á öðru stigi fyrir PGA-mótaröðina. Fyrsti hringurinn var leikinn í dag.
Birgir Leifur kom í hús á 70 höggum eða einu höggi undir pari. Efstu menn léku á 64 höggum.
15-20 kylfingar munu komast áfram af þessu móti á lokaúrtökumót PGA og ljóst að Birgir Leifur verður að gera enn betur á morgun.
Fjölmargir kylfingar eiga eftir að koma í hús og því ansi líklegt að Birgir Leifur muni falla enn neðar á listanum áður en dagurinn er allur.
Birgir Leifur þarf að gera betur
