Menning

Söngveisla í Iðnó

Íslenski sönglistahópurinn.
Íslenski sönglistahópurinn.
Íslenski sönglistahópurinn kemur fram í Iðnó á degi íslenskrar tungu, næstkomandi miðvikudag.

Dagskrá hópsins er tileinkuð ljóðskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Á efnisskránni verða lög eins og Dagný, Tondeleió, Enn syngur vornóttin, Fagra veröld, Smávinir fagrir, Sáuð þið hana systur mína, Ég leitaði blárra blóma og fleira í þessum dúr.

Þeir sem koma fram eru: Hlöðver Sigurðsson tenór, Þórunn Marinósdóttir sópran, Svanur Valgeirsson tenór, Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran, Agnes Amalía Kristjónsdóttir sópran, Eygló Rúnarsdóttir mezzósópran, Harpa Guðmundsdóttir mezzósópran,Sæberg Sigurðsson baritón, Magnús Guðmundsson bassi og Þórunn Sigþórsdóttir sópran. Renata Ivan leikur með á píanó. Þórunn Sigþórsdóttir sér um leikstjórn og Guðrún Jóhanna Jónsdóttir um tónlistarstjórn.

Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Miðasala er við inngang og kostar miðinn tvö þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×