Alonso vill huga að næsta keppnistímabili sem fyrst 13. nóvember 2011 22:47 Fernando Alonso, Andy Latham, Lewis Hamilton og Jenson Button á verðlaunapallinum í Abú Dabí í dag. AP MYND: HASSAN AMMAR Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Fernando Alonso á Ferrari veitti Lewis Hamilton mesta keppni í dag í Formúlu 1 mótinu í Abú Dabí í dag, en Hamilton vann sinn þriðja sigur á árinu þegar hann kom fyrstur í endamark í mótinu. Alonso sagðist hafa ekið hvern hring í mótinu eins og um akstur í tímatöku hefði verið að ræða, til að halda í við Hamilton. „Í reyndi af kappi alla keppnina. Þetta var keppni í kapp við klukkuna. Ég ók tímatökuhring í hverjum hring til að reyna að minnka bilið", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Alonso náði ekki að skáka Hamilton og kom rúmlega átta sekúndum á eftir honum í endamark. Alonso hefur unnið eitt mót á árinu og það var á Silverstone brautinni. Hann er í þriðja sæti í stigamóti ökumanna og á möguleika á því að ná öðru sætinu af Jenson Button, sem er tíu stigum ofar í stigatöflunni þegar eitt mót er eftir. Það er í Brasilíu eftir hálfan mánuð. „Satt að segja vill ég ljúka síðasta mótinu og hugsa um 2012 sem fyrst. Ekki það að ég vilji gleyma þessu ári, því árið hefur verið nokkuð gott hjá liðinu. Við höfum bætt okkur frá síðasta ári, en við náðum ekki að berjast um meistaratitilinn," sagði Alonso. Hann varð heimsmeistari ökumanna 2005 og 2006 með Renault og er með samning við Ferrari til lok ársins 2016. Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa náði fimmta sæti í keppninni í dag og er með samning við Ferrari á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Newcastle býður í Sesko Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira