Sport

Eygló Ósk bætti Íslandsmetið um meira en þrjár sekúndur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir.
Eygló Ósk Gústafsdóttir. Mynd/Anton
Hin sextán ára gamla Eygló Ósk Gústafsdóttir úr Sundfélaginu Ægi kórónaði frábært Íslandsmeistaramót sitt í 25 metra laug með því að bæta Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi um meira en þjár sekúndur í Laugardalslauginn í kvöld.

Eygló Ósk ákvað að hvíla sig fyrir lokasundið og sleppti því úrslitasundinu í 200 metra fjórsundi en hún hafði sett nýtt Íslandsmet í þeirri grein fyrr í dag.

Eygló Ósk synti 200 metra baksund á 2:08.00 mínútum en eldra metið sem hún átti sjálf var upp á 2:11.29 mínútur og var þetta því rosalega mikil bæting hjá Eyglóu. Yfirburðirnir voru líka miklir því hún kom í mark rétt tæpum þrettán sekúndum á undan næstu sundkonu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×