Sport

Róbert og Hildur unnu brons á Norður-Evrópu mótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Róbert Kristmannsson.
Róbert Kristmannsson. Mynd/Daníel
Hildur Ólafsdóttir og Róbert Kristmannsson náðu bestum árangri íslensku keppendanna í úrslitum á áhöldum á Norður-Evrópu mótinu í áhaldafimleikum sem lauk í Upsala í Svíþjóð í dag. Þau unnu bæði brons, Hildur á gólfi en Róbert á bogahesti. Róbert varð einnig þriðji á þessu móti í fyrra.

Viktor Kristmannson og Bjarki Ásgeirsson voru báðir líklegir til að vinna verðlaun en tókst ekki vel upp í dag. Bjarki varð í fjórða sæti á bogahestinum þrátt fyrir fall og Viktor var að glíma við bakmeiðsli og gaf sem dæmi eftir sæti sitt á úrslitum á svifrá.

Viktor og Ólafur Garðar Gunnlaugsson voru báðir í úrslitum á hringjum og tvíslá en náðu ekki að sýna sína bestu hliðar. Viktor varð sjöundi á hringjum og Ólafur endaði þá í áttunda sæti en á tvíslá varð Viktor í fimmta sæti en Ólafur endaði í áttunda sæti. Róbert Kristmannsson gerði fínar æfingar í svifránni og endaði í fjórða sæti.

Hjá stelpunum varð Dominiqua Alma Belányi í fimmta sæti á tvíslá og í sjötta sæti á gólfi. Agnes Suto varð í sjötta sæti á slá og Freyja Húnfjörð Jósepsdóttir varð í áttunda sæti á stökki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×