Vettel: Mjög ánægður með að ná besta tíma 12. nóvember 2011 21:16 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Abú Dabí í dag. AP MYND: Hassan Ammar Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30. Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull liðinu náði besta tíma í Formúlu 1 tímatökunni á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag og jafnaði um leið met sem Nigel Mansell setti árið 1992, þegar hann náði fjórtán sinnum besta tíma í tímatöku. Vettel verður því fremstur á ráslínu í kappakstrinum á sunnudag og það er í fjórtánda skipti á árinu sem hann verður í þeirri stöðu í Formúlu 1 móti á árinu. „Ég er nokkuð ánægður. Í gær var ég ekki ánægður með eigin frammistöðu, né með bílinn og leið ekki þægilega. Það gekk betur í dag frá byrjun, en þegar sólin settist síðdegis, þá hafði ég mikli betri tilfinningu og bíllinn lét betur af stjórn," sagði Vettel, en tímatakan hófst í dagsbirtu en lauk á flóðlýstri braut. Það sama verður upp á teningnum í kappakstrinum á sunnudag. Lewis Hamilton á McLaren náði næst besta tíma í tímatökunni í dag og Jenson Button, liðsfélagi hans hjá McLaren náði þriðja besta tíma. „McLaren liðið hefur verið öflugt um helgina, en ég hugsaði með mér að ef ég gerði allt rétt í lokaumferðinni, þá ættum við möguleika (á að ná besta tíma) og það varð úr. Ég er mjög ánægður með að ná besta tíma og það er líka sérstakt að vera jafn Nigel Mansell. Þetta er frábært ár og það er ekki búið, þannig að ég hlakka til morgundagsins," sagði Vettel. Bein útsending verður á Stöð 2 Sport frá kappakstrinum í Abú Dabí á sunnudag og hefst hún kl. 12.30.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Fótbolti Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira