Sport

Griðungar urðu Íslandsmeistarar í andspyrnu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Griðungar fagna sigri í gær.
Griðungar fagna sigri í gær.
Griðungar tryggðu sér í gær Íslandsmeistaratitilinn í andspyrnu sem er íslenska heitið yfir ástralskan fótbolta. Griðungar unnu 85-80 sigur á Gömmum í lokaleiknum um titilinn.

Lið Griðunga og Gamma höfðu unnið sinn leikinn hvort í úrslitarimmunni þannig að um hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn var að ræða.

Leikurinn var gríðarlega jafn og mjög hart barist, enda Íslandsmeistaratitillinn í andspyrnu í húfi.

Gammarnir voru betri í fyrri hálfleik og leiddu með 6 í hálfleik, en Griðungarnir neituðu að gefast upp, náðu að síga framúr í seinni hálfleik og unnu að lokum með 80 stigum gegn 65.

Maður leiksins var Guðjón Á. Gústafsson en hann skoraði 20 stig fyrir Griðunga en markahæstur í liði Gamma var Jón Hjartar einnig með 20 stig.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×