Sport

Ragna fór af öryggi í úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir spilar til úrslita í einliðaleik kvenna á Iceland International badmintonmótinu sem fer fram í íþróttahúsi TBR við Gnoðarvog. Ragna á því möguleika á því að vinna mótið í fimmta sinn en úrslitaleikurinn fer fram á morgun.

Ragna vann öruggan sigur á Louise Hansen frá Danmörku í undanúrslitaleiknum en hrinurnar fóru 21-12 og 21-10. Í úrslitum mætir hún annað hvort Sara B. Kverno frá Noregi eða Akvile Spatusaityte frá Litháen sem nú etja kappi um að komast í úrslitaleikinn.

Ragna var sigurstranglegust á mótinu en hún hefur unnið Iceland International fjórum sinnum eða árin 2006, 2007, 2009 og 2010. Mótið fór ekki fram 2008 og getur Ragna því unnið fimmta mótið í röð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×