Sport

Ragna eina íslenska konan í 8 manna úrslitum - Magnús og Kári fóru áfram

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ragna Ingólfsdóttir.
Ragna Ingólfsdóttir. Mynd/Stefán
Þrír Íslendingar komust áfram í átta manna úrslitin á Iceland Interntional í badminton sem fer þessa helgina fram í TBR-húsinu. Ragna Ingólfsdóttir er eina íslenska konan í átta liða úrslitunum en hjá körlunum komust þeir Kári Gunnarsson og Magnús Ingi Helgason áfram.

Ragna Ingólfsdóttir hóf leik í einliðaleik kvenna í annarri umferð á Iceland Interntional nú seinni partinn. Hún sigraði Elínu Þóru Elíasdóttur örugglega 21 – 3 og 21 -10.

Aðrar sem komnar eru í  átta manna úrslitin eru Helena Cable frá Englandi, Louise Hansen frá Danmörku, Mathilda Petersen frá Svíþjóð, Sara B. Kverno frá Noregi, Lærke Sörensen og Akvile Stapusaityte frá Litháen.  Ragna mætir Helenu Cable á morgun.

Kári Gunnarsson og Magnús Ingi Helgason eru einu Íslendingarnir sem komust í átta manna úrslit.  Aðrir í átta manna úrslitum Pavel Florian frá Tékklandi, Mathias Kany frá Danmörku, Tony Stephenson frá Írlandi, Kristoffer Knudsen frá Danmörku, Raj Popat frá Wales og Mathias Borg frá Svíþjóð.  

Kári mætir Tony Stephenson frá Írlandi í átta manna úrslitum en Magnús Ingi mætir hinum sterka Mathias Borg frá Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×