Hamilton sneggstur á seinni æfingunni í Abú Dabí 11. nóvember 2011 14:38 Lewis Hamilton á McLaren á mótssvæðinu í Abú Dabí á fyrri æfingunni í dag. AP MYND: Hassan Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag, en liðsfélagi hans hjá McLaren liðinu, Jenson Button náði næstbesta tíma. Hamilton ók á tímanum 1.39.586, en Button var 0.199 úr sekúndu á eftir honum. Ökumenn Formúlu 1 liðanna óku á tveimur æfingum í dag og unnu að því að stilla bílunum upp fyrir Abú Dabí brautina. Button náði besta tíma á fyrri æfingu dagsins og varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Hamilton sá við Button á seinni æfingunni. Þriðja og síðasta æfingin fer fram á laugardag og tímatakan einnig. Í tímatökunni á meistarinn Sebastian Vettel möguleika á því að jafna met Nigel Manseel hvað árangur í tímatökum varðar frá árinu 1992. Þá náði Mansell 14 sinnum besta tíma í tímatökum á sama keppnistímabili. Vettel hefur 13 sinnum verið með besta tíma í tímatökum á þessu ári. Vettel brást bogalistinn á seinni æfingunni í dag og varð að hætta akstri, eftir að Red Bull bíll hans snerist útaf brautinni og rakst á öryggisvegg. Bíll hans var fluttur á þjónustusvæðið af starfsmönnum á brautinni og eftir nokkuð hlé komst Vettel í brautina á ný undir stýri á bíl sínum. Fernando Alonso snerist einnig útaf á seinni æfingunni og lenti á öryggisvegg. Hann ók ekki meira eftir það atvik. Bein útsending verður frá lokaæfingu keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 09.55 í fyrramálið, en bein útsending hefst frá tímatökunni kl. 12.45 og verður hún í opinni dagskrá. Tímarnir frá autosport.com 1. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m39.586s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m39.785s + 0.199 3. Fernando Alonso Ferrari 1m39.971s + 0.385 4. Felipe Massa Ferrari 1m39.980s + 0.394 5. Mark Webber Red Bull-Renault 1m40.104s + 0.518 6. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m40.132s + 0.546 7. Michael Schumacher Mercedes 1m40.553s + 0.967 8. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m40.951s + 1.365 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m41.021s + 1.435 10. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m41.490s + 1.904 11. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m41.565s + 1.979 12. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m41.680s + 2.094 13. Vitaly Petrov Renault 1m41.947s + 2.361 14. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m41.983s + 2.397 15. Bruno Senna Renault 1m42.369s + 2.783 16. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m42.798s + 3.212 17. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m42.910s + 3.324 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m43.562s + 3.976 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m44.050s + 4.464 20. Nico Rosberg Mercedes 1m44.265s + 4.679 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m45.486s + 5.900 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m46.142s + 6.556 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m46.249s + 6.663 24. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m46.328s + 6.742 Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren náði besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Yas Marina brautinni í Abú Dabí í dag, en liðsfélagi hans hjá McLaren liðinu, Jenson Button náði næstbesta tíma. Hamilton ók á tímanum 1.39.586, en Button var 0.199 úr sekúndu á eftir honum. Ökumenn Formúlu 1 liðanna óku á tveimur æfingum í dag og unnu að því að stilla bílunum upp fyrir Abú Dabí brautina. Button náði besta tíma á fyrri æfingu dagsins og varð á undan Mark Webber á Red Bull, en Hamilton sá við Button á seinni æfingunni. Þriðja og síðasta æfingin fer fram á laugardag og tímatakan einnig. Í tímatökunni á meistarinn Sebastian Vettel möguleika á því að jafna met Nigel Manseel hvað árangur í tímatökum varðar frá árinu 1992. Þá náði Mansell 14 sinnum besta tíma í tímatökum á sama keppnistímabili. Vettel hefur 13 sinnum verið með besta tíma í tímatökum á þessu ári. Vettel brást bogalistinn á seinni æfingunni í dag og varð að hætta akstri, eftir að Red Bull bíll hans snerist útaf brautinni og rakst á öryggisvegg. Bíll hans var fluttur á þjónustusvæðið af starfsmönnum á brautinni og eftir nokkuð hlé komst Vettel í brautina á ný undir stýri á bíl sínum. Fernando Alonso snerist einnig útaf á seinni æfingunni og lenti á öryggisvegg. Hann ók ekki meira eftir það atvik. Bein útsending verður frá lokaæfingu keppnisliða á Stöð 2 Sport kl. 09.55 í fyrramálið, en bein útsending hefst frá tímatökunni kl. 12.45 og verður hún í opinni dagskrá. Tímarnir frá autosport.com 1. Lewis Hamilton McLaren-Mercedes 1m39.586s 2. Jenson Button McLaren-Mercedes 1m39.785s + 0.199 3. Fernando Alonso Ferrari 1m39.971s + 0.385 4. Felipe Massa Ferrari 1m39.980s + 0.394 5. Mark Webber Red Bull-Renault 1m40.104s + 0.518 6. Sebastian Vettel Red Bull-Renault 1m40.132s + 0.546 7. Michael Schumacher Mercedes 1m40.553s + 0.967 8. Adrian Sutil Force India-Mercedes 1m40.951s + 1.365 9. Paul di Resta Force India-Mercedes 1m41.021s + 1.435 10. Kamui Kobayashi Sauber-Ferrari 1m41.490s + 1.904 11. Sergio Perez Sauber-Ferrari 1m41.565s + 1.979 12. Sebastien Buemi Toro Rosso-Ferrari 1m41.680s + 2.094 13. Vitaly Petrov Renault 1m41.947s + 2.361 14. Jaime Alguersuari Toro Rosso-Ferrari 1m41.983s + 2.397 15. Bruno Senna Renault 1m42.369s + 2.783 16. Rubens Barrichello Williams-Cosworth 1m42.798s + 3.212 17. Pastor Maldonado Williams-Cosworth 1m42.910s + 3.324 18. Heikki Kovalainen Lotus-Renault 1m43.562s + 3.976 19. Jarno Trulli Lotus-Renault 1m44.050s + 4.464 20. Nico Rosberg Mercedes 1m44.265s + 4.679 21. Timo Glock Virgin-Cosworth 1m45.486s + 5.900 22. Jerome D'Ambrosio Virgin-Cosworth 1m46.142s + 6.556 23. Tonio Liuzzi HRT-Cosworth 1m46.249s + 6.663 24. Daniel Ricciardo HRT-Cosworth 1m46.328s + 6.742
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira