Woods spilaði á fjórum undir pari - Daly strunsaði af velli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 10. nóvember 2011 10:15 Daly, í hvítu, gengur hér af velli ásamt kylfusveini sínum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér. Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Tiger Woods er þremur höggum á eftir fremsta manni eftir fyrsta keppnisdag opna ástralska meistaramótsins í golfi. Hann lék á fjórum höggum undir pari, 68 höggum, í gær. Heimamaðurinn Jarrod Lyle er efstur á sjö höggum undir pari en landi hans, Adam Scott, lék á þremur undir pari í gær. Hann fékk reyndar albatrossa á 8. holu, sem er 557 jarda löng og par fimm. Það var þó líklega John Daly sem vakti einna mesta athyglina í gær en hann gekk af velli í miðri keppni og hætti leik. Það gerðist á tíundu holu, eftir að hann hafði slegið rangan bolta upp úr sandglompu og fékk fyrir það tveggja högga víti. Daly tók sig til og sló 6-7 bolta í nærliggjandi vatn, tilkynnti svo að hann væri hættur og gekk af velli. Forráðamenn mótsins í Ástralíu voru brjálaðir og báðu Daly vinsamlegast að halda sér frá mótinu í framtíðinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Daly lendir í óvenjulegu atviki í Ástralíu en á sama móti fyrir tveimur árum síðan hrifsaði hann til sín farsíma eins áhorfenda og kastaði honum í tré. Sagði hann að áhorfandinn hafi farið í taugarnar á sér.
Golf Mest lesið Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Enski boltinn Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira