Sex meistarar keppa saman í fyrsta skipti í sögu Formúlu 1 29. nóvember 2011 18:15 Sebastian Vettel, heimsmeistarinn í Formúlu 1 í forystuhlutverki í mótinu í Brasilíu á sunnudaginn. AP MYND: Victor R. Caivano Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sex ökumenn sem hafa orðið heimsmeistarar í Formúlu 1 keppa í íþróttinni á næsta ári. Það hefur ekki komið fyrir áður að jafn margir Formúlu 1 meistarar aki í mótaröðinni á sama keppnistímabili, en keppt hefur verið í Formúlu 1 síðan 1950. Þetta er ljóst eftir að tilkynnt var að Kimi Raikkönen keppir með Lotus Renault liðinu á næsta ári. Raikkönen hætti í Formúlu 1 í lok ársins 2009, en hann varð meistari með Ferrari árið 2007. Hinir ökumennirnir sem hafa orðið meistarar og keppa á næsta ári eins og í ár eru Michael Schumacher, Fernando Alonso, Lewis Hamilton, Jenson Button og Sebastian Vettel, núverandi meistari. Schumacher er sjölfaldur meistari og varð fyrst meistari árið 1994 og bætti titli í safnið 1995, 1997, 2001, 2002, 2003 og 2004. Alonso varð meistari 2005 og 2006 og Vettel hefur einnig orðið meistari tvisvar, fyrst 2010 og svo aftur í ár. Hamilton varð meistari 2008 og Button 2009.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira