Horner segir að sigurinn muni auka sjálfstraust Webber 28. nóvember 2011 22:00 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna hvor öðrum eftir að þeir komu í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í gær. MYND: Getty Images/Paul Gilham Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Christian Horner, yfirmaður Red Bull Formúu 1 liðsins telur að sigur Mark Webber í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu í gær sé gott veganesti fyrir hann inn í veturinn, en næsta keppnistímabil hefst í mars 2012. Webber vann eitt mót á keppnistímabilinu á meðan liðsfélagi hans, Sebastian Vettel vann ellefu mót og tryggði sér heimsmeistaratiti ökumanna. „Mér finnst frábært að Webber vann mót. Ég held að það hefði verið mjög, mjög erfitt fyrir hann að fara inn í veturinn, eftir að Vettel hefur unnið ellefu mót og ef hann hefði ekkert mót unnið," sagði Horner í frétt á autosport.com um mál Webber. Horner vill meina að það hafi verið gott fyrir Webber að vinna lokamótið og að það væri gott veganesti inn í veturinn, þegar hann færi yfir liðið keppnistímabil. Vettel náði fimmtán sinnum besta tíma í tímatöku á árinu og aðrir ökumenn stóðust honum ekki snúning í kapphlaupinu um meistaratitilinn. Webber ók samskonar bíl og Vettel með Red Bull liðinu, en það dugði ekki til. „Hann (Webber) hefur verið að keppa gegn liðsfélaga í einstæðu formi sem hefur starfað á háu plani og sigurinn mun auka sjálfstraust hans. Þetta er fyrsti sigur hans síðan í Ungverjalandi í fyrra og hann er þriðji í stigamótinu. Vonandi fer hann inn í veturinn, slakar á, endurhleður batteríin og kemur öflugri til baka 2012," sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira