Vettel segir tímabilið hafa verið undarvert 27. nóvember 2011 22:54 Sebastian Vettel og Mark Webber fagna árangri sínum í Brasilíu í dag. AP MYND: Andrew Penner Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða. Vettel náði fimmtán sinnum tryggja sér fremsta stað á ráslínu í tímatöku í mótum ársins, sem er nýtt met í Formúlu 1 á sama keppnistímabili. Hann var fremstur á fremstur á ráslínu í mótinu í dag og leiddi það um tíma. En Vettel lenti í vandræðum með gírkassann í bíl sínum í keppninni í dag, en náði engu að síður að ljúka keppni í öðru sæti á eftir liðsfélaga sínum Webber. „Mark átti frábært mót og átti skilið að sigra. Ég náði öðru sæti og er ánægður að hafa fengið verðlaunagrip. Þetta var góður endir á tímabilinu og að báðir bílar komust í endamark og í fyrsta og öðru sæti", sagði Vettel eftir mótið í dag. „Í hefði haft yndi af því að sigra, en við áttum gott tímabil, í raun ótrúlegt. Við vissum að við vorum með samkeppnisfæran bíl og að við gætum unnið sum mótanna, en þetta er búið að vera undravert. „Liðið hefur varla gert mistök og hefur vaxið heilmikið í samanburði við tvö síðustu ár. Við njótum þess sem við gerum og það er notalegt að koma í bílskýlið (hjá Red Bull) og sjá alla brosandi og ánægjan skín úr andlitunum. Við elskum það sem við gerum og erum ástríðufullir", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Sebastian Vettel var ánægður að að Red Bull liðið lauk Formúlu 1 keppnistímabilinu með sigri í Brasilíu í dag, þó hann hefði fallið Mark Webber í skaut. Vettel sagði að Webber hefði átt sigurinn skilið. Vettel vann elleftu mót ár keppnistímabilinu með Red Bull liðinu og varð meistari ökumanna annað árið í röð og lið hans meistari bílasmiða. Vettel náði fimmtán sinnum tryggja sér fremsta stað á ráslínu í tímatöku í mótum ársins, sem er nýtt met í Formúlu 1 á sama keppnistímabili. Hann var fremstur á fremstur á ráslínu í mótinu í dag og leiddi það um tíma. En Vettel lenti í vandræðum með gírkassann í bíl sínum í keppninni í dag, en náði engu að síður að ljúka keppni í öðru sæti á eftir liðsfélaga sínum Webber. „Mark átti frábært mót og átti skilið að sigra. Ég náði öðru sæti og er ánægður að hafa fengið verðlaunagrip. Þetta var góður endir á tímabilinu og að báðir bílar komust í endamark og í fyrsta og öðru sæti", sagði Vettel eftir mótið í dag. „Í hefði haft yndi af því að sigra, en við áttum gott tímabil, í raun ótrúlegt. Við vissum að við vorum með samkeppnisfæran bíl og að við gætum unnið sum mótanna, en þetta er búið að vera undravert. „Liðið hefur varla gert mistök og hefur vaxið heilmikið í samanburði við tvö síðustu ár. Við njótum þess sem við gerum og það er notalegt að koma í bílskýlið (hjá Red Bull) og sjá alla brosandi og ánægjan skín úr andlitunum. Við elskum það sem við gerum og erum ástríðufullir", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira