Webber: Alltaf gaman að vinna 27. nóvember 2011 22:02 Mark Webber fagnar sigrinum i Brasilíu í dag. AP MYND: Victor R. Caivano Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber." Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber hjá Red Bull liðinu vann sinn fyrsta sigur á keppnistímabilinu þegar hann kom fyrstur í endamark í brasilíska Formúlu 1 kappakstrinum í dag. Webber sagði sigurinn mikilvægan fyrir sig, en mótið í Brasilíu var það síðasta á keppnistímabilinu í Formúlu 1. Baráttan um fyrsta sætið í mótinu á Jose Carlos Pace brautinni í dag var á milli Webber og Sebastian Vettel, liðsfélaga hans hjá Red Bull. Vettel leiddi mótið, eftir að hafa ræst af stað af fremsta stað á ráslínu. En eitthvað vandamál kom upp í gírkassanum í bíl Vettel í mótinu og Webber nýtti sóknarfærið og fór framúr Vettel í 29 hring af 71, sem keppendur óku í mótinu. Webber varð ekki ógnað eftir þetta og Vettel hélt öðru sætinu til loka og kom í endamark á undan Jenson Button hjá McLaren. Button tryggði sér annað sætið í stigamóti ökumanna með árangri sínum í dag, á eftir Vettel sem var þegar búinn að tryggja sér titil ökumanna. Webber lauk tímabilinu í þriðja sæti í stigamóti ökumanna. Um árangurinn sinn í kappakstrinum í dag sagði Webber: „Tilfinningin er góð, það er alltaf gaman að vinna. Slagurinn við Vettel var ekki harður, af því hann lenti í vandræðum, en ég var á góðum hraða og leið vel í bílnum. Það var fínn endir á árinu", sagði Webber. „Ef ég horfði yfir árið þá var þetta ekki besta tímabilið mitt, en ekki það versta heldur. Árið byrjaði ekki vel og ég gat ekki nýtt mér ólán annarra, eða komist í stöðu til að vinna mót, en maður tekur sigrunum þegar færi gefst." „Þetta var því mjög mikilvægur sigur fyrir mig í dag og liðið lýkur tímabilinu í sigurvímu. Ég hafði verulega gaman af síðustu hringjunum. Þetta er frábær braut fyrir liðið og við höfum unnið þrjá sigra í röð hérna", sagði Webber."
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira