Tiger fær 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks 25. nóvember 2011 16:15 Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið. Getty Images / Nordic Photos Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni. Tiger Woods sýndi ágæta takta í Forsetabikarnum með bandaríska úrvalsliðinu í golfi á dögunum og hann virðist vera á réttri leið eftir slakt gengi undanfarin misseri. Hann endaði í þriðja sætið á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur ekki unnið golfmót frá því lok ársins 2009. Á þessu tímabili hefur Woods „aðeins" unnið sér inn um 80 milljónir kr. í verðlaunafé á PGA mótaröðinni og er hann í 128. sæti á peningalistanum. Til samanburðar má nefna að þessi upphæð sem Woods fær frá mótshöldurum í Abu Dhabi er svipað og það verðlaunafé sem kylfingurinn í 20. sæti peningalistans á PGA mótaröðinni hefur unnið sér inn á þessu tímabili. Englendingurinn Luke Donald er þar efstur með rétt um 800 milljónir kr. í verðlaunafé á alls 19 mótum. Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Tiger Woods nýtur enn vinsælda og til marks um það þá fær hann um 360 milljónir kr. fyrir það eitt að mæta til leiks á HSBC meistaramótið sem fram fer í Abu Dhabi. Mótið, sem fram fer í lok janúar á næsta ári, er hluti af Evrópumótaröðinni. Tiger Woods sýndi ágæta takta í Forsetabikarnum með bandaríska úrvalsliðinu í golfi á dögunum og hann virðist vera á réttri leið eftir slakt gengi undanfarin misseri. Hann endaði í þriðja sætið á Opna ástralska meistaramótinu en hann hefur ekki unnið golfmót frá því lok ársins 2009. Á þessu tímabili hefur Woods „aðeins" unnið sér inn um 80 milljónir kr. í verðlaunafé á PGA mótaröðinni og er hann í 128. sæti á peningalistanum. Til samanburðar má nefna að þessi upphæð sem Woods fær frá mótshöldurum í Abu Dhabi er svipað og það verðlaunafé sem kylfingurinn í 20. sæti peningalistans á PGA mótaröðinni hefur unnið sér inn á þessu tímabili. Englendingurinn Luke Donald er þar efstur með rétt um 800 milljónir kr. í verðlaunafé á alls 19 mótum.
Golf Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Enski boltinn Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira