Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1 22. nóvember 2011 17:15 Rubens Barrichello vill ekki hætta í Formúlu 1, en hann sést hér á mótssvæðinu í Abú Dabí. AP MYND: Luca Bruno Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt," Formúla Íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Rubens Barrichello verður á heimavelli í Formúlu 1 mótinu í Brasilíu um næstu helgi með Williams liðinu, en liðið hefur ekki framlengt samning hans til næsta árs enn sem komið er svo vitað sé. Hefur liðið m.a. rætt við Kimi Raikkönen um möguleikann á því að aka með liðinu á næsta ári. Í frétt á autosport.com segir að ólíklegt sé að Barrichello verði hjá Williams á næsta ári og möguleiki sé á að keppnin um helgina verði hans síðasta ef hann tryggir sér ekki sæti hjá öðru liði. Barrichello vill ekki hætta eftir að hafa keppt í nítján ár í Formúlu 1. „Ég er bjartsýnn. Ég ætla ekki að kveðja fólk. Ég er ekki að þessu fyrir peninganna, ég er að þessu af því ég er samkeppnisfær og á skilið að vera í íþróttinni, " sagði Barrichello m.a. í frétt autosport.com, en hann er fjörtíu ára gamall og segist vera vinna að því hörðum höndum að láta það rætast að hann keppi á næsta ári. Barrichello ræsti af stað í síðasta sæti í síðustu keppni eftir að bíll hans bilaði fyrir tímatökuna, en hann náði að vinna sig upp í tólfta sæti. Um þátttöku sína í lokamóti ársins á Jose Carlos Pace brautinni sagði Barrichello í fréttatilkynningu frá Williams: „Þetta er besta mótið á árinu fyrir mig, en það líður hratt og ég reyni að njóta hverrar sekúndu. Ég hef yndi af brautinni, sérstaklega Laranjinha beygjunni. Það hefur alltaf verið gott að taka framúr á brautinni og ég býst við því sama í ár," sagði Barrichello. „Til að vera fljótur í hring þarf góðar bremsur, gott grip og gott vélarafl. Ég hlakka til að ljúka tímabilinu á jákvæðan hátt,"
Formúla Íþróttir Mest lesið Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Íslenski boltinn „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira