Pedro de la Rosa keppir með HRT liðinu næstu tvö árin 21. nóvember 2011 17:45 Jenson Button og Pedro de la Rosa að störfum með McLaren liðinu. MYND: MCLAREN Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag. Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Spánverjinn Pedro de la Rosa hefur skrifað undir tveggja ára samning við HRT Formúlu 1 liðið sem keppnisökumaður og ekur með liðinu 2012 og 2013. Hann hefur starfað með McLaren liðinu frá 2003 sem vara- og þróunarökumaður og keppti í nokkrum mótum með liðinu, auk þess að aka með Sauber um tíma sem keppnisökumaður. De la Rosa er fjörtuíu ára gamall og Georg Kolles yfirmaður HRT telur að reynsla hans komi liðinu á góðum notum, en liðið er staðsett á Spáni. „Þetta er mikilvægt skref á íþróttaferli mínum og ákvörðun sem ég hef hugleitt hvað mest af öllum ákvörðunum. Ég er á góðum stað hvað þroska varðar og er tilbúinn að taka þessari áskorun, sem er mikill hvatning fyrir mig," sagði de la Rosa í frétt á autosport.com í dag. De la Rosa sagði að þrennt hefði valdið því að hann tók þess ákvörðun. Þrá hans að keppa í kappakstri, sú staðreynd að HRT liðið er spænskt og að hann vildi kynnast þeim sem stýra verkefninu og meðal þeirra er Luis Peres-Sala. HRT liðið hefur ekki verið í toppslagnum í Formúlu 1, en Viantonio Liuzzi og Daniel Ricciardo hafa stýrt bílum liðsins í mótum ársins, auk Narain Karthikeyan. „Hvað mig varðar þá er þetta tíminn til að nýta allt sem ég hef lært gegnum tíðina með toppliðunm í kappakstri, þannig að við getum vaxið í sameinungu. Ég er stoltur að Spánn er með Formúlu 1 lið sem gefur mér þetta tækifæri. Ég er þakklátur HRT fyrir að treysta mér fyrir þessu. Þá get ég ekki gleymt að þakka McLaren liðinu fyrir að leyfa mér að taka þetta skref. Ég hef verið ánægður hjá þar síðustu átta ár og hef vaxið sem ökumaður og persóna", sagði de la Rosa og gat þess að auki að án McLaren væri hann ekki í þeim sporum sem hann er staddur í dag.
Formúla Íþróttir Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira