Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Hafsteinn Hauksson skrifar 21. nóvember 2011 09:30 Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira