Birna Einars: Erfitt að koma peningum í vinnu í útlánum Hafsteinn Hauksson skrifar 21. nóvember 2011 09:30 Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira
Eiginfjárhlutfall Íslandsbanka var sagt 28 prósent við síðasta hálfsársuppgjör bankans, en það er langt umfram 16 prósenta kröfu Fjármálaeftirlitsins og margfalt á við marga Evrópska banka. Það bendir í stuttu máli til að bankinn sé beinlínis að springa úr fé sem hann kemur ekki í vinnu. „Við höfum ekki haft leyfi til að greiða út arð, svo það hafa engar eðlilegar arðgreiðslur átt sér stað og hagnaðurinn bætist við eigið féð," segir Birna Einarsdóttir, bankastjóri bankans. Hún segir að bankinn hafi haft góða arðsemi eiginfjár undanfarin misseri, bæði vegna endurmats lánasafna upp á við og vegna rekstursins. „Þegar við erum að tala um arðsemi þessara banka, þá verðum við að hafa í huga að þetta eru mjög stór fyrirtæki. Þótt hagnaðurinn telji í milljörðum, þá verður hann að gera það ef við ætlum að sýna eðlilega arðsemi á það eigið fé sem okkur er treyst fyrir." Aðrir bankastjórar hafa talað um að þeir eigi nóg lausafé sem þeir vildu glaðir koma í útlán, en það gangi hins vegar erfiðlega. Birna tekur undir þetta. „Algjörlega. Við höfum oft nefnt það að það er mjög lítil eftirspurn eftir nýjum útlánum. Ein ástæðan fyrir því er sú að heimili og fyrirtæki eru mjög skuldsett, svo það er lítið rými fyrir viðbótarlánveitingum. Svo eru ýmis pólitísk áhrif; til dæmis hefur sjávarútvegurinn lítið fjárfest því það er óvissa þar í kring. Svo er kvartað undan litlum framkvæmdum, svo það er líka ástæðan." Sjá má viðtalið við Birnu í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Davíð trónir enn og aftur á toppnum Viðskipti innlent Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Neytendur Sante fer í hart við Heinemann Viðskipti innlent Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Viðskipti innlent Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Viðskipti innlent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Neytendur Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Viðskipti innlent Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Tvö fjölbýlishús í stað bensínstöðvar á Háaleitisbraut Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Róbert Aron og Einar Örn taka við rekstri Kolaportsins Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum Sjá meira