Sigur Woods tryggði bandaríska liðinu Forsetabikarinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2011 09:17 Tiger Woods fagnar sigrinum með áhorfendum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Lið Bandaríkjanna vann í nótt Forsetabikarinn í golfi eftir sigur á heimsúrvalinu, 19-15. Á endanum var það sigur Tiger Woods sem tryggði bandaríska liðinu endanlega titilinn. Tiger hafði betur gegn Aaron Baddeley og lenti ekki í teljandi vandræðum. Hann kláraði viðureignina á fimmtándu holu og gátu þá Bandaríkjamenn leyft sér að fagna sigrinum. „Ég var nú að vona að þetta myndi ekki að ráðast á okkar viðureign,“ sagði Woods við fjölmiðla. „En okkur tókst ekki að byrja nægilega vel og við áttuðum okkur á því að líklega myndi þetta ráðast á síðustu fjórum viðureignunum.“ „Við þurftum að ná í stig og náði ég að spila virkilega vel í dag,“ bætti hann við. Fred Couples, fyrirliði bandaríska liðsins, tók nokkuð umdeilda ákvörðun með því að velja Woods í liðið og skilja eftir kylfinga sem höfðu náð betri árangri en hann á undanförnu ári. En Woods stóð fyrir sínu á mótinu og spilaði vel, þrátt fyrir að aðeins tveir vinningar hafi skilað sér í hús á endanum. Þetta var fjórði sigur Bandaríkjanna í röð í Forsetabikarnum og náðu þeir bandarísku að hefna fyrir eina tap liðsins í keppninni fyrir þetta - árið 1998 en þá fór einmitt líka fram í Melbourne.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira