Raikkönen: Ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1 30. nóvember 2011 14:00 Kimi Raikkönen keppti m.a. á Citroen í rallakstri á þessu keppnistímabili, en mætir til leiks í Formúlu 1 á ný á næsta ári. MYND: Gepa Pictures/Citroen Kimi Raikkönen mætir til keppni í Formúlu 1 á næsta ári með Lotus Renault liðinu, eftir að hafa keppt tvö ár í rallakstri. Hann ók síðast með Ferrari árið 2009 í Formúlu 1 og var bæði í viðræðum við forráðamenn Williams og Renault um næsta tímabil, en valdi að ganga til liðs við síðarnefnda liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta keppnistímabili. Í fréttatilkynningu sem Renault sendi frá sér var Raikkönen spurður að því afhverju hann væri að keppa í Formúlu 1 á ný. „Aðalástæðan er sú að í raun að ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1 kappakstri, kannski frekar öllu umstanginu í kringum hann," sagði Raikkönen. Raikkönen kvaðst hafa tekið eftir því hvað hann saknaði þess í auknun mæli að keppa ekki gegn ökumanni í braut eftir að hafa keppt í nokkrum NASCAR kappakstursmótum á árinu. Hann keppti á Citroen í rallakstri en í þeirri íþrótt er keppt í kapp við klukkuna á vegum, en ekki á kappakstursbrautum. „Ég fékk síðan upphringingu frá vissum aðilum í Formúlu 1. Allskonar hlutir gerðust og við náðum að eiga gott spjall við Lotus Renault og gera samning. Ég er mjög ánægður með það!" sagði Raikkönen. Raikkönen sagðist lítið hafa fylgst með Formúlu 1 síðustu tvö ár, en hann hefði þó séð nokkur mót. Það er búið að gera ýmsar breytingar á Formúlu 1 síðan Raikkönen keppti síðast. Nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli er kominn til sögunnar og stillanlegur afturvængur svo eitthvað sé nefnt. Raikkönen telur að mesta breytingin fyrir sig verða að venjast Pirelli dekkjunum. Raikkönen var spurður að því í fréttatilkynningunni hvort hann hefði breyst og hann svaraði: „Ég veit það ekki - ég hef verið í burtu í tvö ár. Ég hef hvorki ekið né setið um borð í Formúlu 1 bíl síðan í síðustu keppninni minni 2009. Ég hef áhuga að komast í bíl aftur. Ég er tveimur árum eldri og annað hefur ekki breyst. Það hefur verið gaman að kynnast rallakstri síðustu ár. Suma daga var það erfitt. Það var auðveldara í ár, en þetta er erfið íþrótt. Ég hlakka til að mæta á ný og ég veit í það minnsta hvernig allt virkar í Formúlu 1, þar sem ég hef reynsluna, í samaburði við rallaksturinn." Raikkönen sagðist hafa byrjað að æfa líkamsrækt sérstaklega útaf væntanlegri þátttöku í Formúlu 1 fyrir mánuði síðan, en hann hefur þó haldið sér í formi, en hann þarf m.a. að leggja aukna áherslu á að styrkja hálsvöðvanna þar sem meiri átök eru á þá í Formúlu 1, en í rallakstri. „Ég man hvernig bremsurnar virka og hvað allt gerist hratt. En í samaburði við rallakstur, hefur maður meiri tíma. Í rallakstri fær maður ekki annað tækifæri. Ef maður gerir mistök þá fer maður útaf. Í Formúlu 1 er mikið af öryggissvæðum og hægt að fara út úr aksturslínunni og það er ekkert stórmál. Ég verð fljótur að ná bremsuvegalengdunum aftur og átökum miðflóttaaflsins. Allt annað mun taka tíma, en það er í raun ekkert mál." Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Kimi Raikkönen mætir til keppni í Formúlu 1 á næsta ári með Lotus Renault liðinu, eftir að hafa keppt tvö ár í rallakstri. Hann ók síðast með Ferrari árið 2009 í Formúlu 1 og var bæði í viðræðum við forráðamenn Williams og Renault um næsta tímabil, en valdi að ganga til liðs við síðarnefnda liðið, sem mun heita Lotus Renault á næsta keppnistímabili. Í fréttatilkynningu sem Renault sendi frá sér var Raikkönen spurður að því afhverju hann væri að keppa í Formúlu 1 á ný. „Aðalástæðan er sú að í raun að ég tapaði aldrei ástríðunni fyrir Formúlu 1 kappakstri, kannski frekar öllu umstanginu í kringum hann," sagði Raikkönen. Raikkönen kvaðst hafa tekið eftir því hvað hann saknaði þess í auknun mæli að keppa ekki gegn ökumanni í braut eftir að hafa keppt í nokkrum NASCAR kappakstursmótum á árinu. Hann keppti á Citroen í rallakstri en í þeirri íþrótt er keppt í kapp við klukkuna á vegum, en ekki á kappakstursbrautum. „Ég fékk síðan upphringingu frá vissum aðilum í Formúlu 1. Allskonar hlutir gerðust og við náðum að eiga gott spjall við Lotus Renault og gera samning. Ég er mjög ánægður með það!" sagði Raikkönen. Raikkönen sagðist lítið hafa fylgst með Formúlu 1 síðustu tvö ár, en hann hefði þó séð nokkur mót. Það er búið að gera ýmsar breytingar á Formúlu 1 síðan Raikkönen keppti síðast. Nýr dekkjaframleiðandi, Pirelli er kominn til sögunnar og stillanlegur afturvængur svo eitthvað sé nefnt. Raikkönen telur að mesta breytingin fyrir sig verða að venjast Pirelli dekkjunum. Raikkönen var spurður að því í fréttatilkynningunni hvort hann hefði breyst og hann svaraði: „Ég veit það ekki - ég hef verið í burtu í tvö ár. Ég hef hvorki ekið né setið um borð í Formúlu 1 bíl síðan í síðustu keppninni minni 2009. Ég hef áhuga að komast í bíl aftur. Ég er tveimur árum eldri og annað hefur ekki breyst. Það hefur verið gaman að kynnast rallakstri síðustu ár. Suma daga var það erfitt. Það var auðveldara í ár, en þetta er erfið íþrótt. Ég hlakka til að mæta á ný og ég veit í það minnsta hvernig allt virkar í Formúlu 1, þar sem ég hef reynsluna, í samaburði við rallaksturinn." Raikkönen sagðist hafa byrjað að æfa líkamsrækt sérstaklega útaf væntanlegri þátttöku í Formúlu 1 fyrir mánuði síðan, en hann hefur þó haldið sér í formi, en hann þarf m.a. að leggja aukna áherslu á að styrkja hálsvöðvanna þar sem meiri átök eru á þá í Formúlu 1, en í rallakstri. „Ég man hvernig bremsurnar virka og hvað allt gerist hratt. En í samaburði við rallakstur, hefur maður meiri tíma. Í rallakstri fær maður ekki annað tækifæri. Ef maður gerir mistök þá fer maður útaf. Í Formúlu 1 er mikið af öryggissvæðum og hægt að fara út úr aksturslínunni og það er ekkert stórmál. Ég verð fljótur að ná bremsuvegalengdunum aftur og átökum miðflóttaaflsins. Allt annað mun taka tíma, en það er í raun ekkert mál."
Formúla Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira