Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári 9. desember 2011 14:30 Romain Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC/ANDREW FERRARO Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira