Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári 9. desember 2011 14:30 Romain Grosjean keppir með Lotus Renault á næsta ári. MYND: LAT PHOTOGRAPHIC/ANDREW FERRARO Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu. Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Romain Grosjean sem hefur verið varaökumaður Renault liðsins hefur verið ráðinn sem keppnisökumaður liðsins á næsta ár. Þá mun liðið heita Lotus Renault. Grosjean mun keppa við hlið Kimi Raikkönen, sem var tilkynntur sem ökumaður liðsins á dögunum. Grosjean varð heimsmeistari í GP 2 mótaröðinni í ár og hefur verið varaökumaður Renault á árinu, en Renault tilkynnti í dag að Grosjean verður keppnisökumaður á næsta ári. Vitaly Petrov og Bruno Senna voru keppnisökumenn liðsins á árinu, auk Nick Heidfeld, en Senna tók sæti hans eftir fyrstu ellefu mót ársins. „Ég er uppveðraður að vera einn af keppnisökumönnum liðsins 2012. Það er stórt bros á andliti mínu í ljósi þess að ég kemst undir stýri á bíl næsta árs. Mér finnst forréttindi að fá þetta tækifæri", sagði Grosjean í tilkynninngu frá Renault liðinu. „Það að keppa við hliðina á fyrrum heimsmeistara (Raikkönen) og einhverjum sem er hungrar í Formúlu 1 á ný verður frábær reynsla og ég er viss að það mun bæta frammistöðu mína líka. Ég tel að árangursríkt ár í GP2 mótaröðinni hafi þroskað mig og ég er betri ökumaður, en þegar ég keppti síðast í þessari íþrótt", sagði Grosjean sem keppti með Renault um tíma árið 2009, eftir að hafa tekið sæti Nelson Piquet hjá liðinu.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira