FIA staðfesti að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá 2012 7. desember 2011 16:02 Fyrsta Formúlu 1 mótið á næsta ári verður í Melbourne í Ástralíu. Sebastian Vettel vann mótið í Melbourne á Red Bull á þessu keppnistímabili og kemur hér fyrstur í endamark í mótinu. MYND: Getty Images/ Robert Cianflone FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
FIA, alþjóðabílasambandið staðfesti í dag að 20 Formúlu 1 mót verða á dagskrá á næsta ári og verður væntanlega nýtt mótssvæði tekið í notkun í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í frétt á autosport.com í dag er greint frá því að bygging brautarinnar i Bandaríkjunum fari í gang á ný, en hún hafði verið stöðvuð, eftir að samningar um mósthaldið lentu í hnút. Það mál virðist nú leyst samkvæmt fréttinni og mótið í Bandaríkjunum var staðfest á mótaskrá FIA í dag. Mót sem átti að vera í Barein í upphafi þessa keppnistímabils var fellt út vegna ástandsins sem var í landinu, en mót í Barein er á dagskrá FIA á ný á næsta ári. Fyrsta mót ársins verður í Ástralíu 18. mars og viku síðar verður keppt í Malasíu. Fyrstu fjóra mánuði keppnistímabilsins fara tvö mót fram í mánuði, en þrjú mót verða í júlí. Ekki verður keppt í ágúst, en þrjú mót verða á mánuði í september, október og nóvember. Nýja mótssvæðið i Texas í Bandaríkjunum verður samkvæmt dagskrá FIA notað í keppni þann 18. nóvember, en lokamót ársins á að fara fram 25. nóvember í Brasilíu. Mótaskráin 2012 18. mars, Ástralía 25. mars, Malasía 15. apríl, Kína 22. apríl, Barein 13. maí, Spánn 27. maí, Mónakó 10. júní, Kanada 24. júní, Evrópa 8. júlí, Bretland 22. júlí, Þýskaland 29. júlí, Ungverjaland 2. september, Belgía 9. september, Ítalía 23. september, Singapúr 7. október, Japan 14. október, Suður Kórea 28. október, Indland 4. nóvember, Abú Dabí 18. nóvember, Bandaríkin 25. nóvember, Brasilía
Formúla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira