"Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu" ræður ekki við dollar Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2011 22:00 „Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
„Þjóð sem kveinkar sér undan verðtryggingu ræður ekkert við Kanadadollar," segir Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra. Þá segir hann afnám verðtryggingar enga töfralausn og samstaða um það sé eins og samstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn sé svo mikill. Árni Páll segir tvíhliða myntsamstarf við annað ríki fela í sér að ganga því ríki á hönd. Ef Ísland færi í tvíhliða myntsamstarf við Kanada fæli það í sér afsal á efnahagslegu forræði Íslands til Kanada, segir ráðherrann, en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Fix-ídea" sem gengur ekki upp Árni Páll segir að skuldsetja þyrfti ríkið almennilega til að gefa öllum færi á að skipta krónum sínum í Kanadadollara. Þá segir hann að sparifjáreigendur myndu ekki geta staðist áhlaup og myndu flytja peningana sína í kanadíska banka væri Kanadadollarinn ráðandi mynt hér á landi. „Þetta gengur ekki upp og er algjör draumsýn," segir ráðherrann. Hann segir að Kanadadollar séu bara íslenskar krónur með öðru nafni. „Svona fix-ídeur er eitthvað sem Íslendingar verða að venja sig af." Árni Páll segir að íslensk stjórnvöld hafi sett sér markmið um gengisstöðugleika. Tryggja verði afgang af utanríkisviðskiptum áfram til að byggja upp sjálfbæran hagvöxt til næstu ára. Bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall árið 2047 Aðspurður um afnám verðtryggingar rifjaði Árni Páll upp heimsókn sína í útvarpsþáttinn Harmageddon á X-inu 9-77 nýlega en annar þáttastjórnenda, Frosti Logason, hefur greint frá glímu sinni við verðtryggt húsnæðislán en mikil hækkun hefur orðið á láninu með tilheyrandi eiginfjárbruna, en lánið mun hafa hækkað úr 17 milljónum í 25 milljónir eftir hrun og mun hafa kostað hann alls 140 m.kr árið 2047. „Þetta er eðlilega dálítið súrt í broti og hann hafði af þessu áhyggjur. En ég benti honum á að árið 2047 mun hann geta selt þessa íbúð fyrir 227 milljónir, mánðarlaunin hans verða 3 milljónir og bjórinn á Kaffibarnum verður á 5000 kall. Þannig að allt þetta tal um afnám verðtryggingar er fyrir mér á köflum óskiljanlegt," segir Árni Páll. Hann segir sjálfsagt að bjóða upp á önnur lán en verðtryggð og skuldarar geti þannig tekið meiri áhættu. En „afnám verðtryggingar sem einhver töfralausn er eins og þjóðarsamstaða um að brjóta alla hitamæla í landinu af því að hitinn er svo mikill." Sjá má viðtal við Árna Pál þar sem hann ræðir gjaldmiðlamál og hugsanlegt afnám verðtryggingar hér fyrir ofan. Sjá má Klinkið í heild sinni hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Tengdar fréttir Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37 "Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00 Mest lesið Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Hótar Evrópusambandinu og Apple háum tollum Viðskipti erlent Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Viðskipti innlent Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Viðskipti innlent Hálf öld af ástríðu og kappsemi – Bílabúð Benna fagnar 50 ára afmæli Samstarf Fleiri fréttir Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Sjá meira
Árni Páll: "Mitt hlutverk að segja óþægilega hluti“ Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir það hlutverk sitt sem efnahags- og viðskiptaráðherra að segja óþægilega hluti og því hafi hann þótt umdeildur en rætt hefur verið um að leggja niður efnahags- og viðskiptaráðuneytið og sameina það fjármálaráðuneytinu. 19. desember 2011 20:37
"Bretar og Hollendingar þurfa að sanna tjón sitt" Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir alls ekki skynsamlegt að horfa á vaxtaprósentur úr eldri Icesave-samningum í tengslum við hugsanlegt samningsbrot Íslands vegna málshöfðunar ESA fyrir EFTA-dómstólnum, fari svo að Ísland tapi málinu og þurfi að efna skuldbindingar sínar gagnvart Bretum og Hollendingum. 19. desember 2011 21:00