Hülkenberg og Di Resta keppa með Force India 2012 16. desember 2011 17:00 Nico Hülkenberg verður keppnisökumaður Force India á næsta ári, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins í ár. MYND: FORCE INDIA Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári. Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Force India Formúlu 1 liðið staðfesti í dag að Nico Hülkenberg og Paul Di Resta keppa með liðinu á næsta keppnistímabili. Þar með er ljóst að Adrian Sutil sem var keppnisökumaður á þessu ári með liðinu verður það ekki á næsta ári. Hülkenberg var varaökumaður liðsins í ár, en fær nú sæti keppnisökumanns í stað Sutil. Di Resta byrjaði með Force India liðinu á þessu ári og Vijay Mallya, yfirmaður liðsins sagði í fréttatilkynningu frá Force India að hann hefði vakið athygli á tímabilinu. Mallya sagði að liðið hefði kosið að meta hæfileika Hülkenberg á tímabilinu og þó hann hefði lítið ekið, þá hefði hann sannfært liðið um að veita honum sæti keppnisökumanns á næsta ári. Mallya óskaði Sutil velfarnaðar í framtíðinni, en hann hafði verið fjögur ár hjá liðinu. „Ég er augljóslega hæstánægður að vera áfram hjá Force India og fá tækifæri til að keppa á næsta ári. Það var ekki auðvelt að vera á hliðarlínunni á þessu tímabili, en ég gerði mitt besta til að hjálpa liðinu og sýna hvað ég væri fær um", sagði Hülkenberg í fréttatilkynningu frá Force India. Hülkenberg kvaðst þakklátur liðinu og ákafur að vinna að því að þróa keppnisbílinn í vetur, en fyrstu æfingar Formúlu 1 liða verða í febrúar á Jerez brautinni á Spáni. Di Resta kvaðst hlakka til að keppa annað árið í röð í Formúlu 1 og vaxa og þroskast með Force India liðinu. Hann varð meistari í DTM mótaröðinni árið 2010, en skipti síðan yfir í Formúlu 1 í fyrra. „Ég hef alltaf sagt að ég hef yndi af því að vera hluti af þessu liði. Það er metnaðarfullt og hungrar í velgengni og við vinnum vel saman", sagði Di Resta og kvaðst vera spenntur fyrir næsta ári. Hann sagðist ætla hvílast á næstu vikum og hlaða sig orku og mæta enn sterkari til leiks á næsta ári.
Formúla Íþróttir Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira