Vettel: Við áttum stórkostlegt tímabil 12. desember 2011 18:15 Sebastian Vettel og Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull glaðir í bragði þegar Red Bull liðið fagnaði árangri sínum í Milton Keynes á laugardag. MYND: Getty Images/Mark Thompson Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel. Formúla Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel tók á móti heimsmeistarabikar ökumanna í Formúlu 1 í Indlandi á föstudagskvöld. Hann mætti síðan með Red Bull liðinu á sérstaka uppákomu í Milton Keynes í Bretlandi á laugardag til að fagna árangri sínum og liðsins, sem vann meistaratitil bílasmiða annað árið í röð á keppnistímabilinu. Vettel vann ellefu mót á árinu og vann meistaratitil ökumanna annað árið í röð og segir keppnistímabilið hafa verið stórkostlegt. „Við áttum stórkostlegt tímabil. Það tekur tíma að átta sig á því hvað sérstakt það var. Það hefur verið magnað. Þetta er tímabil sem við munum minnast og alltaf vera stoltir af", sagði Vettel í frétt á autosport.com í dag og sagði að Adrian Newey, tæknistjóri liðsins og samstarfsmenn hans væru nú þegar að vinna í keppnisbíl næsta árs. „Svona tímabil gerast ekki á hverju ári, en við erum þegar farnir að huga að næsta ári. Newey og strákarnir eru að vinna hörðum höndum að bíl næsta árs. Þeir verða aðeins öðruvísi, ekki bylting en reglurnar hafa breyst nokkuð á ný, þannig að við verðum að aðlagast og í augnablikinu erum við að vinna af því af krafti að fullkomna bílinn." „Í upphafi næsta árs setjum við hann saman, förum á braut og sjáum hvernig hann virkar. Vonandi verður hann nokkuð áreiðanlegur frá byrjun, en það mikilvægasta er að hann sé hraðskreiður. Það er auðveldara að gera hraðskreiðan bíl áreiðanlegan, en áreiðanlegan bíl hraðskreiðan." Auk þess að vinna ellefu Formúlu 1 mót á árinu þá Vettel sló met hvað varðar árangur í tímatöku á sama keppnistímabili á þessu ári. Hann var fimmtán sinnum fljótastur í tímatöku og sló met sem hann hafði átt ásamt Nigel Mansell. „Faglega séð hafa tvö síðustu ár verið árangursrík, en við þurfum að horfa fram veginn. Það skortir ekki hvötina og við þurfum ekki að spyrja okkur hvað við erum að gera, af því við höfum afrekað mikið. Það væri dapurlegt að segja að þetta hafi verið hápunktur lífs míns á 24 aldursári og nú eigi allt eftir að versna! Jafnvel þó ég dragi mig í hlé, þá mun ég vakna á morgnana og hugsa að besti dagurinn minn sé enn framundan", sagði Vettel.
Formúla Íþróttir Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira