Vill sameina Seðlabankann og FME að nýju Þorbjörn Þórðarson skrifar 10. desember 2011 18:30 Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, er þeirrar skoðunar að sameina eigi Fjármálaeftirlitið og Seðlabanka Íslands að nýju. Hann segir að það myndi stytta boðleiðir og auðvelda stjórnvöldum að meta kerfislæga áhættu. Í efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í var kveðið á um að leita bæri til sérfræðings til að gera úttekt á regluverki og eftirliti íslenska fjármálakerfisins. Kaarlo Jännäri, fyrrverandi yfirmaður finnska fjármálaeftirlitsins, var fenginn til verksins og var ein helsta niðurstaða skýrslu hans í mars 2009 að sameina bæri Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Forsætisráðherra sagði í þingræðu á 137. löggjafarþingi, fyrir tveimur árum, að stjórnvöld yrðu að taka afstöðu til þessarar spurningar. Hefur það verið gert? „Nei, ekki endanlega, en það hefur verið skoðað og er eitt af því sem, réttilega, þarf að taka afstöðu til." Hver er þín afstaða? „Ég hallast að því að það beri að sameina þetta." Hvers vegna? „Vegna þess að almennt erum við með lítið stjórnkerfi, litlar einingar og ég held að það gæti haft ákveðin samlegðaráhrif. Ég held að þetta gæti orðið sterkara. Nú þarf þetta að vera aðskilið og yrði það ef þetta yrði sameinað í einni stofnun, þetta yrðu sjálfstæðar einingar eftir sem áður enda þarf Fjármálaeftirlitið að vera alveg sjálfstætt þannig lagað séð, en ég held að þetta myndi stytta boðleiðir í kerfinu. Og varðandi mat á kerfsilægri áhættu, þá held ég að meira ynnist við þetta en tapaðist," segir Steingrímur. Nýjasta þáttinn af Klinkinu má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira