Þénar minna en undirmenn og telur launin ekki samkeppnishæf Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 21:00 Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér. Klinkið Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Bankastjóri Landsbankans telur laun sín ekki samkeppnishæf en þau eru aðeins um þriðjungur af launum bankastjóra hinna bankanna. Hann segist vonast til þess að lögum verði breytt svo Kjararáð geti ekki bundið hendur stjórnar bankans. Í árshlutauppgjöri Landsbankans sem birtist í september kemur fram að stjórn bankans hafi af því miklar áhyggjur að laun bankastjórans séu ekki samkeppnishæf.Sérstök staða - laun ákveðin af Kjararáði Samkvæmt lögum sem tóku gildi 2009 eru laun bankastjórans ákveðin af Kjararáði. Þetta hefur þýtt að undirmenn Steinþórs Pálssonar eru á hærri launum en hann. Og hann er á miklu lægri launum en stjórnendur Arion banka og Íslandsbanka. Sem dæmi þá er Steinþór með minna en þriðjung af launum Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka. „Ég segi nú oft að ég sé sá bankamaður á íslandi sem er með með lægstu launin fyrir hverja unna stund því það að vera bankastjóri Landsbankans er ansi mikil vinna," segir Steinþór en hann var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Steinþór starfaði í bankageiranum í 15 ár, áður en hann söðlaði um og var meðal annars í átta ár hjá Actavis. Ertu með lægri laun hjá Landsbankanum en þú varst með hjá Actavis. „Já, já. Langtum lægri laun." Hvers vegna skiptirðu um vinnu? „Það er nú það. Þetta var áskorun." Landsbankinn er eitt stærsta fjármálafyrirtæki á Íslandi með yfir 1.250 starfsmenn. Er ekki hægt að taka hina hliðina á umræðunni og segja að stjórnendur hinna bankanna séu einfaldlega með allt of há laun? „Það má kannski segja það. Ég er með rétt um eina milljón á mánuði. Þar er allt talið, bíll og internettengingin sem ég er með heima hjá mér kemur til frádráttar. Ég held að það séu of lág laun," segir Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans. Sjá má viðtalið í heild sinni við Steinþór í Klinkinu hér.
Klinkið Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira