Heimsþekktir kylfingar vilja hanna ólympíugolfvöllinn í Ríó Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 10:00 Jack Nicklaus og Greg Norman vilja báðir fá að hanna keppnisvöllinn í Ríó fyrir ÓL í Brasilíu 2016. Getty Images / Nordic Photos Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Golf verður keppnisíþrótt á Ólympíuleikunum í Rio de Janeiro í Brasilíu árið 2016 og verður það í fyrsta sinn frá árinu 1904 sem keppt verður í golfi á ÓL. Keppnisvöllurinn í Rio de Janeiro er ekki tilbúinn og í febrúar verður greint frá því hvaða aðilar fá það hlutverk að teikna og hanna völlinn. Alls eru átta tillögur til skoðunar hjá Alþjóða ólympíunefndinni og framkvæmdanefnd ÓL í Brasilíu 2016. Margir heimsþekktir kylfingar eru á meðal þeirra sem hafa lagt fram tillögur um hönnun vallarins. Þar má nefna Greg Norman (Hvíta hákarlinn) frá Ástralíu en hann leggur fram tillögu í samfloti með Lorenu Ochoa frá Mexíkó sem var efst á heimslistanum í kvennagolfinu í mörg misseri. Jack Nicklaus frá Bandaríkjunum hefur unnið með Anniku Sörenstam frá Svíþjóð að hönnum vallarins. „Gullbjörninn" og Sörenstam hafa unnið samtals 28 risatitla á ferlinum, Nicklaus alls 18 og Sörenstam 10 í kvennagolfinu. Gary Player frá Suður-Afríku er einnig á meðal þeirra sem er með tillögu, en þar að auki keppa Gil Hanse;,Tom Doak, Robert Trent Jones II, Hawtree Ltd. og þríeykið Peter Thomson, Ross Perrett og Karrie Webb um að fá þetta verkefni.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira