Donald kylfingur ársins á Bretlandseyjum | Clarke og McIllroy jafnir Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 25. desember 2011 06:00 Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum. AP Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Enski kylfingurinn Luke Donald hefur verið útnefndur kylfingur ársins á Bretlandseyjum en það eru samtök golfíþróttafréttamanna sem standa að kjörinu. Norður-Írinn Darren Clarke varð annar í kjörinu og landi hans Rory McIlroy deildi því sæti með Clarke. Donald er efstur á heimslistanum en Clarke og McIlroy náðu báðir að vinna stórmót á árinu 2011, Clarke á opna breska meistaramótinu og McIllroy á opna bandaríska meistaramótinu. Það skiptir mig verulegu máli að þeir sem fjalla um golfíþróttina hafi þessa skoðun á mér sem kylfing. Ég er ánægður með þessa viðurkenningu," sagði Donald sem náði þeim árangri að vera efstur á peningalista á tveimur sterkustu atvinnumótaröðum heims. PGA í Bandaríkjunum og Evrópumótaröðinni. Athygli vekur að hann lék aðeins á 13 mótum á Evrópumótaröðinni. Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu en þetta var í 20. sinn sem hann tók þátt á því stórmóti. McIlroy sigraði á opna bandaríska meistaramótnu og varð þar með yngsti sigurvegarinn á því móti frá árinu 1923. Donald mun fá viðurkenninguna afhenta í júlí á næsta ári þegar opna breska meistaramótið fer fram á Royal Lytham vellinum. Golfíþróttafréttamenn hafa staðið að þessu kjöri frá árinu 1951.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira