Skapar það vandamál þegar stórir bankar selja bensín? Þorbjörn Þórðarson skrifar 22. desember 2011 09:00 Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér. Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
Innan skamms verður Framtakssjóður Íslands mögulega orðinn stærsti hluthafinn í bensín- og smásölurisanum N1 því sjóðurinn hefur gert tilboð í hlut Arion banka. Forstjórinn segir þetta jákvætt, því eignarhald banka á fyrirtæki í samkeppni hefði auðvitað ekki gengið til lengdar. Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Í viðtalinu fór Hermann yfir þær breytingar sem hefðu orðið á fyrirtækinu á liðnum árum, vanda eigandanna sem misstu það í faðm bankanna og frumlegar tilraunir til að keppa í smásölu bóka fyrir jólin, svo eitthvað sé nefnt. Framtakssjóður Íslands, sem er í eigu fjölmargra lífeyrissjóða og Landsbankans, keypti hlut í N1 fyrr á þessu ári. Nú hefur sjóðurinn gert tilboð í hlut Arion banka í fyrirtækinu, en Hermann segir að niðurstaða úr því ætti að liggja fyrir áður en árið er úti. Nokkrar stórar áskoranir blasa við fyrirtækinu á nýju ári. Annars vegar skráning í Kauphöll, en fátt getur staðið í vegi fyrir að það verði að veruleika. Þá má nefna vaxandi framboð á nýjum vörum, en bensín og olía verða sífellt minni sneið í tekjustofni fyrirtækisins. Fyrirtæki eins og N1 þurfa einnig að búa sig undir að umhverfisvænir orkugjafar ráði vali neytenda. Þá útskýrir Hermann í viðtalinu hvers vegna N1 hafi valið sér það nafn, en ekki eitthvað annað þegar nafn Olíufélagsins ESSO var lagt til hliðar á sínum tíma. Hermann fer yfir eignarhald og sviptingar hjá N1 í myndskeiði sem sjá má hér ofar. Sjá má viðtalið í heild sinni hér.
Klinkið Tengdar fréttir N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00 Mest lesið Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog Sjá meira
N1 tilbúið í Kauphöllina og skráning á næsta ári Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, segir fyrirtækið að verða tilbúið í skráningu í Kauphöllina. Hann segir stefnt að því að skrá félagið á næsta ári, en því gæti þó mögulega seinkað fram á vorið 2013. 21. desember 2011 21:00