Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af ríkisfjármálunum Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 18:45 Þórarinn G., aðalhagfræðingur Seðlabankans, hefur áhyggjur af því að of mikill slaki sé á ríkisfjármálunum. Úr Klinkinu Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Aðalhagfræðingur Seðlabankans hefur áhyggjur af því að of lítið aðhald sé í ríkisfjármálunum nú og óttast að stjórnvöld séu að missa úthaldið við að ná niður halla og skuldum ríkisins. Þegar bankarnir hrundu myndaðist mikið ójafnvægi í fjármálum hins opinbera, og risavaxinn halli varð á ríkisrekstrinum. Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans, segir í nýjasta þætti Klinksins að ekki sé hægt að segja annað en vel hafi tekist til við að vinna á hallanum og stjórnvöld haldið á spöðunum við hagstjórnina - þar til nú. „Núna virðast stjórnvöld hins vegar vera að slaka aðeins á, og þau segja það beinlínis," segir Þórarinn. „Það er ekki eins aðhaldssöm ríkisfjármálastefna og að var stefnt í fyrri áætlunum. Ég hef áhyggjur af því. Ég hefði heldur viljað að menn héldu fyrra plani og næðu niður hallanum og skuldunum hraðar en þeir ætla að gera." Þórarinn bendir á að Evrópulönd með svipað skuldsetningarhlutfall og íslenska ríkið séu að lenda í gríðarlegum vanda og þau séu undir þrýstingi um að skera hratt niður. Gjaldeyrishöftin veiti Íslandi sérstakt skjól um þessar mundir, en það vari ekki að eilífu. „Þess vegna hefði ég haldið að það væri skynsamlegra að nota þetta skjól sem við erum í núna til þess að halda fyrri áætlunum og fara hraðar niður með hallann og ná fyrr tökum á skuldunum." En er hann að segja að það séu lausatök í ríkisfjármálunum? „Nei, ég myndi ekki segja það miðað við það sem hefur verið að gerast. Það hefur verið aðhald, það hefur verið skorið niður og hallinn hefur minnkað. En ég hef áhyggjur af því að menn séu eitthvað að missa úthaldið í þessu." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira