Ekki froða heldur eðlilegur gangur hagsveiflunnar Hafsteinn Hauksson skrifar 20. desember 2011 20:30 „Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér. Klinkið Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
„Það er rétt að það eru tímabundnir þættir að styðja við einkaneysluna, en það er akkúrat það sem við viljum," segir Þórarinn G. Pétursson, aðalhagfræðingur Seðlabankans um nýjustu hagvaxtartölur, en hagvöxtur fyrstu níu mánuði ársins mældist 3,7 prósent. Tryggvi Þór Herbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í fréttum Stöðvar 2 í þarsíðustu viku að um ósjálfbæran hagvöxt væri að ræða þar sem hann væri drifinn áfram af einkaneyslu sem fjármögnuð væri með úttekt séreignarsparnaðar og ýmissi innspýtingu ríkisins. Þórarinn segir hins vegar að þegar ríki fari í gegnum samdrátt skipti mestu að koma efnahagslífinu af stað. „Þá beitum við ríkisfjármálaaðgerðum og peningastefnunni til að fá fólk til að draga úr sparnaði og auka einkaneyslu. Hin hefðbundna hagsveifla gengur þannig fyrir sig að fyrst byrjar einkaneyslan að vaxa, þá fer smám saman að myndast þörf hjá fyrirtækjum til að auka framleiðslugetuna til að mæta eftirspurninni og þá fer fjárfestingin af stað. Þetta er hinn hefðbundni gangur hagsveiflunnar," segir Þórarinn. Þetta sé það sem nú er að gerast á Íslandi og smám saman þurfi því að draga úr opinberum stuðningsaðgerðum á borð við lága raunvexti. Þórarinn segir umræðuna hér á landi sérstaka, því í öðrum löndum hafi seðlabankastjórar og aðrir hafi áhyggjur af því þveröfuga. „Þar er verið að fara út í ýmsar aðgerðir svipaðar og hér, til dæmis í peningastefnunni og ríkisfjármálum, til þess að fá heimili til að byrja að eyða peningum, til að koma hjólunum af stað. Hér er þetta að gerast með þessum hætti. Það er erfitt að skilja af hverju þetta er orðið áhyggjuefni hér á landi." Hægt er að horfa á nýjasta þátt Klinksins í heild sinni hér.
Klinkið Mest lesið Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira