Fótbolti

Zlatan gæti unnið Óskarinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Zlatan Ibrahimovic getur bætt enn einni skrautfjöður í hattinn sinn en hann hefur verið tilnefndur til ítölsku Óskarsverðlaunanna.

Þrír knattspyrnumenn á Ítalíu hafa verið tilnefndir sem leikmaður ársins þar í landi en það er ítalska knattspyrnusambandið sem stendur fyrir valinu. Kjörið er kallað „Oscar del Calcio" og tengist vitanlega bandarísku kvikmyndaverðlaununum ekkert.

Zlatan er tilnefndur í flokki erlendra knattspyrnumanna ásamt Samuel Eto'o og Edinson Cavani. Bestu Ítalarnir eru Antonio Di Natale, Claudio Marchisio og Andrea Pirlo.

Zlatan hefur þrívegis unnið þessi verðlaun áður; 2005, 2008 og 2009. Síðastnefndu tvö árin var hann einnig valinn bestur allra í ítölsku úrvalsdeildinni. Kjörið verður kunngjört þann 23. janúar næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×