„Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 20:19 Benedikt Guðmundsson að fara yfir málin í leik kvöldsins Vísir/Jón Gautur Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Þetta var fyrsti sigur liðsins í tvö ár og Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðsins, var ánægður eftir leik. „Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum. EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira
„Þetta eru ekki margir leikir á ári hjá okkur en tilfinningin er ógeðslega góð og hungrið í sigur var ógeðslega mikið. Mig langar svo að vinna alla þessa landsleiki því þessar stelpur eru svo flottar og duglegar og eru búnar að taka svo miklum framförum.“ „Kvennaboltinn er í svo mikilli sókn og við höfum verið í hörkuleik við margar þjóðir en að klára leik með sigri var betra og vonandi er það að koma núna,“ sagði Benedikt Guðmundsson í samtali við Vísi eftir leik. Benedikt var ánægður með að Rúmenía hafi verið í svæðisvörn í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að íslenska liðið fékk opin þriggja stiga skot. „Við vissum af þjálfaraskiptum hjá Rúmenum og ég var búinn að heyra það að þessi nýi þjálfari væri gjarn á að fara í svæðisvörn. Hann byrjaði í svæðisvörn í þessum leik og það var veisla fyrir stelpur eins og Thelmu og þessar skyttur sem við erum með. Hann var snöggur að hætta í svæðisvörn og fór í maður á mann. Við tökum því fagnandi ef lið ætlar í svæðisvörn á móti okkur.“ Staðan var 55-51 þegar haldið var í síðasta fjórðung og Benedikt var virkilega ánægður með að liðið hafi náð að klára leikinn í fjórða leikhluta. „Rúmensku stelpurnar gerðu vel í að setja niður stór þriggja stiga skot. Mér fannst við vera fá þannig stöður í sókn að við vorum að fá góð tækifæri sem við vorum að klikka á. Mér fannst að við ættum að vera með stærra forskot í lok þriðja leikhluta og byrjun fjórða leikhluta. Þegar þú ert ekki að ná að nýta augnablikin til þess að búa til forskot þá færðu það yfirleitt í bakið og andstæðingurinn kemur til baka.“ „Sem betur fer steig Danielle upp í lokasókninni eins og hún var beðin um og kláraði þetta. Það hefði verið ósanngjarnt að tapa þessu. Þetta mátti vera eitt, tvö, þrjú eða fjögur stig eða hvað sem það var. Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig.“ „Ég bað um að Ísabella myndi setja hindrun fyrir hana og svo myndi Danielle fara á manninn sinn og annað hvort myndi hún búa til skot fyrir sig eða samherja. Við settum þetta í hendurnar á henni og ég sé ekki eftir því enda var það frekar augljós ákvörðun að leita til hennar,“ sagði Benedikt að lokum.
EM 2025 í körfubolta Landslið kvenna í körfubolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir „Maður fann andrúmsloftið breytast“ Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Græðir milljón á dag með nýjum samningi Dagskráin í dag: Enski bikarinn og NFL-veislan hefst af alvöru Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Engum hefur enn tekist að skora hjá syni Zidane á Afríkumótinu TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Sjá meira