Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:17 Þessir tveir til hægri skoruðu mörk sinna liða í kvöld. Piero Cruciatti/Getty Images Inter og Napoli mættust í stórleik helgarinnar í Serie A, ítölsku efstu deildar karla í fótbolta. Heimamenn hefðu með sigri komist á topp deildarinnar á kostnað Napoli en leiknum lauk með 1-1 jafntefli þar sem Hakan Çalhanoğlu, markaskorari Inter, brenndi af vítaspyrnu í stöðunni 1-1. Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjá meira
Leikurinn var eins og við var búist leikinn heldur varfærnislega af báðum liðum. Á endanum var það fast leikatriði gestanna sem leiddi til þess að skoski miðjumaðurinn Scott McTominay kom Napoli yfir. Amir Rrahmani sendi þá hornspyrnu Khvicha Kvaratskhelia að marki þar sem Skotinn smellti boltanum í netið af stuttu færi. Scott fagnar.EPA-EFE/NICOLA MARFISI Það virtist sem gestirnir myndu fara inn í hálfleikshléið með forystuna en þegar 43 mínútur voru komnar á klukkuna jöfnuðu heimamenn í Inter metin. Alessandro Bastoni átti þá stutta sendingu á Çalhanoğlu sem skoraði með þrumuskoti lengst fyrir utan teig. Hakan Çalhanoğlu fagnar vel og innilega.Piero Cruciatti/Getty Images Staðan því 1-1 að loknum fyrri hálfleik og virtust bæði lið nokkuð sátt með stigið í síðari hálfleik. Það voru hins vegar heimamenn sem fengu gullið tækifæri til að tryggja sér stigin þrjú og þar með toppsæti deildarinnar þegar stundarfjórðungur var til leiksloka. Þá braut Frank Anguissa af sér innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Hinn gríðarlega örugga vítaskytta Çalhanoğlu fór á punktinn en þrumaði boltanum í stöngina. Staðan því enn jöfn 1-1 og reyndust það lokatölur leiksins. The points are shared in Milan! 🤝#InterNapoli pic.twitter.com/0JB2Mt9GMW— Lega Serie A (@SerieA_EN) November 10, 2024 Eftir 12 umferðir er Napoli á toppnum með 26 stig. Þar á eftir koma Atalanta, Fiorentina, Inter og Lazio með 25 stig. Juventus er svo í 6. sætinu með 24 stig.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjá meira