Sport

Einar Daði efstur eftir fyrri daginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Einar Daði Lárusson.
Einar Daði Lárusson.
ÍR-ingurinn Einar Daði Lárusson er í fyrsta sæti í sjöþraut eftir fyrri daginn á Meistaramóti Íslands í fjölþrautum innanhúss. Einar Daði hefur fengið 3137 stig í fyrstu þremur greinunum og er með 561 stigs forskot á Blikann Sölva Guðmundsson.

Einar Daði á enn möguleika á því að tryggja sér sæti á EM innahúss í París en á síðasta Evrópumóti þurftu menn að ná 5732 stigum til að komast inn. Einar Daði hefur verið að hala inn yfir 780 stig að meðaltali á grein til þessa í mótinu.

Einar Daði hljóp 60 metrana á 7,17 sekúndum og fékk fyrir það 823 stig, hann stökk 7,30 metra í langstö0kki og fékk fyrir það 886 stig, kastaði kúlunni síðan 11,99 metra og fékk fyrir það 606 stig og stökk að lokum yfir 2,02 metra í hástökki og fékk fyrir það 822 stig.

Konurnar keppa bara í dag en ÍR-ingurinn Kristín Birna Ólafsdóttir er sigurstranglegust í fimmtarþraut kvenna en hún á næstbesta árangur Íslendings í fimmtarþraut innanhúss frá upphafi. Íslandsmethafinn Helga Margrét Þorsteinsdóttir keppir ekki á mótinu ekki frekar en undanfarin ár en hún var út í Svíþjóð að keppa um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×