Stökkpallur fyrir hönnuði 2. febrúar 2011 06:00 Ýr Þrastardóttir. Ýr Þrastardóttir fatahönnuður keppir í Designers Nest í Kaupmannahöfn í næstu viku. Keppnin er þar hluti af árlegri tískuviku sem þúsundir hönnuða, söluaðila og blaðamanna hafa boðað komu sína á. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og tækifæri til að koma mér á framfæri og mynda tengsl við aðila innan tískubransans," segir tískuhönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hönnunarkeppnina Designers Nest sem fer fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Listaháskólar á Norðurlöndunum senda árlega fulltrúa á Designers Nest, sem er keppni þar sem hönnuðir sýna eftir sig fatalínu ári eftir útskrift. Ýr tekur þátt fyrir hönd Listaháskóla Íslands og er eini keppandi Íslands, en aðrir skólar eiga nokkra fulltrúa hver í keppninni. En hvað ætlar Ýr að sýna? „Tvo jakka og buxur við annan, samfellu og samfesting," segir Ýr, sem kveðst nota mikið af mynstrum, leðri og rúskinni. Línan öll verður til sýnis í bás á tískuvikunni. „Sem er hentugt þar sem von er á blaðamönnum frá öllum stóru tískutímaritunum. Þessi keppni og vika er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði." roald@frettabladid.is Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Ýr Þrastardóttir fatahönnuður keppir í Designers Nest í Kaupmannahöfn í næstu viku. Keppnin er þar hluti af árlegri tískuviku sem þúsundir hönnuða, söluaðila og blaðamanna hafa boðað komu sína á. „Ég lít á þetta sem mikinn heiður og tækifæri til að koma mér á framfæri og mynda tengsl við aðila innan tískubransans," segir tískuhönnuðurinn Ýr Þrastardóttir, sem er að leggja lokahönd á undirbúning fyrir hönnunarkeppnina Designers Nest sem fer fram á tískuvikunni í Kaupmannahöfn. Listaháskólar á Norðurlöndunum senda árlega fulltrúa á Designers Nest, sem er keppni þar sem hönnuðir sýna eftir sig fatalínu ári eftir útskrift. Ýr tekur þátt fyrir hönd Listaháskóla Íslands og er eini keppandi Íslands, en aðrir skólar eiga nokkra fulltrúa hver í keppninni. En hvað ætlar Ýr að sýna? „Tvo jakka og buxur við annan, samfellu og samfesting," segir Ýr, sem kveðst nota mikið af mynstrum, leðri og rúskinni. Línan öll verður til sýnis í bás á tískuvikunni. „Sem er hentugt þar sem von er á blaðamönnum frá öllum stóru tískutímaritunum. Þessi keppni og vika er stökkpallur fyrir upprennandi hönnuði." roald@frettabladid.is
Mest lesið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Tíska og hönnun Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar Lífið „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kaflaskil í tískunni þegar hann var tíu ára Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira