Söknuður Gerður Kristný skrifar 17. janúar 2011 06:00 Undanfarnar vikur hefur mér fundist svo áhugavert að reifa dulitla sögu fyrir hverjum þeim sem vilja leggja við hlustir að mig var farið að renna í grun að frásögnin myndi enda í pistli. Og nú er komið að því. Þannig er nefnilega mál með vexti að í október sl. var mér boðið á ljóðahátíð í einni fegurstu borg Evrópu, Maastricht í Hollandi. Þar las upp merkt hollenskt skáld, karlmaður búsettur í Berlín. Hann greindi frá því að árlega fyndist fjöldi manns látinn í Amsterdam og engin leið væri að komast að því hver hin/nn látna/látni væri. Engin skilríki fyndust á honum/henni hvað þá kyrfilega merktir vettlingar. Hvorki ættingjar né vinir gæfu sig fram og tilkynntu um mannshvarf. Sumir eiga einfaldlega engan að. Þetta fólk er á öllum aldri, gamalt jafnt sem ungt, og dánarorsökin getur verið hver sem er. Lítið annað er hægt að gera en að greftra hina látnu á kostnað borgarinnar. Athafnirnir voru alltaf ákaflega fámennar, enginn viðstaddur nema starfsmaður borgarinnar og grafarinn. Þessi dapurlega umgjörð rann borgarstarfsmönnum til rifja og lögðu þeir nú höfuðið í bleyti til að reyna að komast að því hvernig hægt væri að gera þessar jarðarfarir hátíðlegri og sýna þannig hinum látnu meiri virðingu. Þá kviknaði hugmynd. Myndaður var dágóður hópur ljóðskálda og í hvert skipti sem ókunnug manneskja finnst dáin er eitt þeirra fengið til að semja ljóð um viðkomandi. Skáldið fær þær fáu upplýsingar sem þó er að hafa, til að mynda að hin látna hafi fundist í blárri kápu með skiptimiða í vasanum, strigaskó á öðrum fæti og bæri ör við vinstri augabrún. Skáldið fær samt frjálsar hendur til að yrkja það sem vill og flytur síðan ljóðið við jarðarförina. Og þar sem þetta eru allt afbragðsskáld er nú þegar til nokkuð gott safn eftirmæla um látna einstæðinga í Amsterdam. Eitt þeirra flutti hollenska skáldið á ljóðahátíðinni í Maastricht og reyndist bragurinn undurfagur og angurvær. Minnisvarðar eru ekki alltaf hoggnir í grjót og helsti kosturinn er sá, eins og ég hef áður komið inn á í pistlum mínum, að þá geta dúfur ekki kúkað á þá. Það sem mér finnst þó hvað fallegast við þessa sögu er að hún sýnir að í milljónaborg þar sem til er fólk sem enginn saknar er þó til fólk sem rennur til rifja að enginn skuli sakna þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Undanfarnar vikur hefur mér fundist svo áhugavert að reifa dulitla sögu fyrir hverjum þeim sem vilja leggja við hlustir að mig var farið að renna í grun að frásögnin myndi enda í pistli. Og nú er komið að því. Þannig er nefnilega mál með vexti að í október sl. var mér boðið á ljóðahátíð í einni fegurstu borg Evrópu, Maastricht í Hollandi. Þar las upp merkt hollenskt skáld, karlmaður búsettur í Berlín. Hann greindi frá því að árlega fyndist fjöldi manns látinn í Amsterdam og engin leið væri að komast að því hver hin/nn látna/látni væri. Engin skilríki fyndust á honum/henni hvað þá kyrfilega merktir vettlingar. Hvorki ættingjar né vinir gæfu sig fram og tilkynntu um mannshvarf. Sumir eiga einfaldlega engan að. Þetta fólk er á öllum aldri, gamalt jafnt sem ungt, og dánarorsökin getur verið hver sem er. Lítið annað er hægt að gera en að greftra hina látnu á kostnað borgarinnar. Athafnirnir voru alltaf ákaflega fámennar, enginn viðstaddur nema starfsmaður borgarinnar og grafarinn. Þessi dapurlega umgjörð rann borgarstarfsmönnum til rifja og lögðu þeir nú höfuðið í bleyti til að reyna að komast að því hvernig hægt væri að gera þessar jarðarfarir hátíðlegri og sýna þannig hinum látnu meiri virðingu. Þá kviknaði hugmynd. Myndaður var dágóður hópur ljóðskálda og í hvert skipti sem ókunnug manneskja finnst dáin er eitt þeirra fengið til að semja ljóð um viðkomandi. Skáldið fær þær fáu upplýsingar sem þó er að hafa, til að mynda að hin látna hafi fundist í blárri kápu með skiptimiða í vasanum, strigaskó á öðrum fæti og bæri ör við vinstri augabrún. Skáldið fær samt frjálsar hendur til að yrkja það sem vill og flytur síðan ljóðið við jarðarförina. Og þar sem þetta eru allt afbragðsskáld er nú þegar til nokkuð gott safn eftirmæla um látna einstæðinga í Amsterdam. Eitt þeirra flutti hollenska skáldið á ljóðahátíðinni í Maastricht og reyndist bragurinn undurfagur og angurvær. Minnisvarðar eru ekki alltaf hoggnir í grjót og helsti kosturinn er sá, eins og ég hef áður komið inn á í pistlum mínum, að þá geta dúfur ekki kúkað á þá. Það sem mér finnst þó hvað fallegast við þessa sögu er að hún sýnir að í milljónaborg þar sem til er fólk sem enginn saknar er þó til fólk sem rennur til rifja að enginn skuli sakna þess.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun