Útvörður þriðja heimsins Ólafur Þ. Stephensen skrifar 29. janúar 2011 06:15 Það ætlar að ganga erfiðlega að ná bananalýðveldisstimplinum, sem lesa mátti út úr rannsóknarskýrslu Alþingis, af Íslandi þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Nýjasta framlag stjórnvalda er kosningaklúðrið. Það hefur ekki gerzt í neinu öðru þróuðu lýðræðisríki á Vesturlöndum að almennar kosningar séu úrskurðaðar ógildar af æðsta dómstóli landsins vegna ágalla á framkvæmd þeirra. Viðbrögð þeirra sem bera ábyrgð á klúðrinu gera svo illt verra. Landskjörstjórnin situr sem fastast og neitar að tjá sig um málið. Innanríkisráðherrann reynir að gera dómstólinn tortryggilegan. Enginn gengst við ábyrgð sinni, enginn biðst afsökunar. Eru þetta viðbrögð sem einkenna þróað vestrænt lýðræðisríki? Það verður að teljast býsna hæpið. Í öðru máli hagar ríkisstjórnin sér vísvitandi eins og stjórnvöld í þriðjaheimsríki. Það er í Magma-málinu, þar sem stjórnvöld lýsa ítrekað yfir vilja sínum til að „vinda ofan af“ löglega gerðum kaupsamningi erlends fjárfestis um kaup á hlut í íslenzku fyrirtæki. Það hrín ekki á ríkisstjórninni þótt hver nefndin á fætur annarri komist að þeirri niðurstöðu að kaupin séu lögmæt, ekki heldur að umboðsmaður Alþingis geri harðorðar athugasemdir við stjórnsýsluna. Hún fer bara sínu fram. Furðuleg umræða fór fram um málið á Alþingi í fyrradag, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í fyrsta lagi skýrt fram að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum væru í eigu opinberra aðila (og hvert er þá vandamálið?), lýsti í öðru lagi yfir að eignarnám fyrirtækisins væri ekki á dagskrá og setti í þriðja lagi fram lítt dulbúna hótun um að því úrræði yrði samt beitt, næðist breyting á eignarhaldi HS orku ekki fram eftir öðrum leiðum. Magma-málið hefur valdið miklu tjóni á orðspori Íslands meðal erlendra fjárfesta og lánastofnana. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku, sagði frá því á fundi í vikunni að erlendir fjárfestar væru farnir að velta fyrir sér kaupum á tryggingu gegn pólitískum upphlaupum líkt og tíðkuðust í ríkjum þar sem stjórnarfar væri óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar. Slíkar tryggingar eru vissulega seldar. Lloyd’s-tryggingafélagið birtir reglulega greiningu fyrir viðskiptavini sína á pólitískum óstöðugleika víða um heim. Meðal annars metur það hættuna á að eignir fyrirtækja séu teknar eignarnámi. Það segir Lloyd’s að sé tilfellið víða í Afríku, en þó enn frekar víða í Rómönsku Ameríku, í ríkjum á borð við Ekvador, Bólivíu og Venesúela. Þar gegnsýri „fórnarlambamenning“ stjórnmálin, „þar sem alþjóðleg fyrirtæki eru útmáluð sem ræningjar náttúruauðlinda heimamanna“. Ef fram heldur sem horfir getur Lloyd’s bætt Íslandi, útverði þriðja heimsins í norðri, á listann yfir ríki fórnarlambamenningarinnar. Þá vaknar reyndar sú spurning hvort íslenzkum almenningi standi líka til boða tryggingar gegn pólitísku klúðri, vanhæfni og upphlaupum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Það ætlar að ganga erfiðlega að ná bananalýðveldisstimplinum, sem lesa mátti út úr rannsóknarskýrslu Alþingis, af Íslandi þrátt fyrir fögur fyrirheit um annað. Nýjasta framlag stjórnvalda er kosningaklúðrið. Það hefur ekki gerzt í neinu öðru þróuðu lýðræðisríki á Vesturlöndum að almennar kosningar séu úrskurðaðar ógildar af æðsta dómstóli landsins vegna ágalla á framkvæmd þeirra. Viðbrögð þeirra sem bera ábyrgð á klúðrinu gera svo illt verra. Landskjörstjórnin situr sem fastast og neitar að tjá sig um málið. Innanríkisráðherrann reynir að gera dómstólinn tortryggilegan. Enginn gengst við ábyrgð sinni, enginn biðst afsökunar. Eru þetta viðbrögð sem einkenna þróað vestrænt lýðræðisríki? Það verður að teljast býsna hæpið. Í öðru máli hagar ríkisstjórnin sér vísvitandi eins og stjórnvöld í þriðjaheimsríki. Það er í Magma-málinu, þar sem stjórnvöld lýsa ítrekað yfir vilja sínum til að „vinda ofan af“ löglega gerðum kaupsamningi erlends fjárfestis um kaup á hlut í íslenzku fyrirtæki. Það hrín ekki á ríkisstjórninni þótt hver nefndin á fætur annarri komist að þeirri niðurstöðu að kaupin séu lögmæt, ekki heldur að umboðsmaður Alþingis geri harðorðar athugasemdir við stjórnsýsluna. Hún fer bara sínu fram. Furðuleg umræða fór fram um málið á Alþingi í fyrradag, þar sem Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tók í fyrsta lagi skýrt fram að orkuauðlindirnar á Suðurnesjum væru í eigu opinberra aðila (og hvert er þá vandamálið?), lýsti í öðru lagi yfir að eignarnám fyrirtækisins væri ekki á dagskrá og setti í þriðja lagi fram lítt dulbúna hótun um að því úrræði yrði samt beitt, næðist breyting á eignarhaldi HS orku ekki fram eftir öðrum leiðum. Magma-málið hefur valdið miklu tjóni á orðspori Íslands meðal erlendra fjárfesta og lánastofnana. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður HS orku, sagði frá því á fundi í vikunni að erlendir fjárfestar væru farnir að velta fyrir sér kaupum á tryggingu gegn pólitískum upphlaupum líkt og tíðkuðust í ríkjum þar sem stjórnarfar væri óstöðugt og leikreglur í viðskiptum óskýrar. Slíkar tryggingar eru vissulega seldar. Lloyd’s-tryggingafélagið birtir reglulega greiningu fyrir viðskiptavini sína á pólitískum óstöðugleika víða um heim. Meðal annars metur það hættuna á að eignir fyrirtækja séu teknar eignarnámi. Það segir Lloyd’s að sé tilfellið víða í Afríku, en þó enn frekar víða í Rómönsku Ameríku, í ríkjum á borð við Ekvador, Bólivíu og Venesúela. Þar gegnsýri „fórnarlambamenning“ stjórnmálin, „þar sem alþjóðleg fyrirtæki eru útmáluð sem ræningjar náttúruauðlinda heimamanna“. Ef fram heldur sem horfir getur Lloyd’s bætt Íslandi, útverði þriðja heimsins í norðri, á listann yfir ríki fórnarlambamenningarinnar. Þá vaknar reyndar sú spurning hvort íslenzkum almenningi standi líka til boða tryggingar gegn pólitísku klúðri, vanhæfni og upphlaupum.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun