Fatarisinn H&M horfir til Íslands 4. janúar 2011 11:00 Koma H&M væri stórtíðindi fyrir tískuþyrsta Íslendinga enda hefur verslunin boðið upp á ódýran tískufatnað um allan heim. Áhuginn hjá H&M er mikill að mati þeirra sem tóku á móti sænsku sendinefndinni. NordicPhotos/Getty Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Fulltrúar sænska fatarisans H&M skoðuðu verslunarhúsnæði á Íslandi skömmu fyrir jól og virðast hafa mikinn áhuga á að opna verslun hér á landi. Ásgeir Bolli Kristinsson athafnamaður sá um að skipuleggja skoðunarferðina, en segist í samtali við Fréttablaðið ekkert vita hvað kom út úr henni. „Þeir skoðuðu 17-húsnæðið við Laugaveg, Smáralind og Kringluna. En svo veit ég ekkert meira en þú,“ segir Ásgeir Bolli. Håkan Andersson hjá upplýsingadeild H&M í Svíþjóð vildi ekkert segja um hugsanlega komu H&M til Íslands. „Það er regla hjá fyrirtækinu að tjá sig ekki um orðróm og mér virðist þetta vera orðrómur.“ Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, staðfesti að fulltrúar frá H&M hefðu komið í heimsókn fyrir jólin en vildi að öðru leyti lítið tjá sig um hana. „Svona verslun er ekki að fara opna í þessum mánuði eða þeim næsta. Þetta tekur aðeins lengri tíma en svo,“ segir hann. Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfesti einnig heimsókn fulltrúa frá H&M. „Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti sem það gerist, þeir komu 2005 í sömu erindagjörðum og þá gerðist ekkert. Þeir voru bara að kynna sér íslenska markaðinn og skoða hvað er í boði en það er ekkert fast í hendi með þetta,“ segir Sigurjón. H&M er næststærsta fataverslanakeðja Evrópu; 2.200 verslanir í 37 löndum eru reknar í hennar nafni en til gamans má geta að sænski húsgagnarisinn IKEA rekur 267 verslanir í 25 löndum. Fyrirtækið var stofnað 1947, þá sem kvenfataverslun undir nafninu Hennes sem á sænsku þýðir „hennar“. Hennes & Mauritz varð hins vegar til árið 1968 þegar Erling Pearson, stofnandi H&M, keypti húsnæði veiðibúðarinnar Mauritz Widforss í Stokkhólmi undir rekstur sinn og skeytti Mauritz-nafninu við. H&M hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum ferðamönnum á erlendri grund og þeir snúa yfirleitt aftur heim klyfjaðir af pokum með rauðu stöfunum. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent