Við sitjum öll við sama borð Þorvaldur Gylfason skrifar 27. janúar 2011 06:00 Þeir menn eru til, sem kjósa að lýsa þjóðkjörnu stjórnlagaþingi sem „ráðstefnu" til að gera lítið úr þinginu og leggja fram kærur til að reyna að fá kosninguna til stjórnlagaþings fellda úr gildi, þótt 84.000 kjósendur greiddu þar atkvæði. Þessir menn segja stjórnlagaþingið búast til „atlögu að stjórnarskránni" án þess að tilgreina, í hverju sú atlaga felist. Stjórnarskránni hefur verið breytt sjö sinnum frá 1944, enda var hún ætluð til bráðabirgða. Er það að vonum í ljósi þess, að stjórnarskráin var upphaflega nær óbreytt frá þeirri stjórnarskrá, sem Kristján níundi Danakonungur færði Íslendingum 1874. Þeir, sem óttast nýja eða breytta stjórnarskrá og reyna að varpa rýrð á stjórnlagaþingið, hamra á kjörsókninni í kosningunni í nóvember (37 prósent). Kjörsókn fyrir þjóðfundinn 1851 Hver skyldi kjörsóknin hafa verið, þegar 37 þjóðkjörnir fulltrúar voru valdir til setu á þjóðfundinum 1851? Kjörið fór fram vorið og sumarið 1850. Í bók fræðimannsins Aðalgeirs Kristjánssonar, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (Sögufélag, 1993), kemur fram, að heildartölur um kjörsókn fyrir þjóðfundinn eru ekki til. Aðalgeir safnar saman því efni, sem hann nær til, bæði úr embættismannaskýrslum og öðrum heimildum. Úr Vesturamti vantar hann bara eina sýslu. Skeri hún sig ekki mjög úr heildinni, hefur kjörsókn þar verið rétt yfir 25 prósent. Síðan vitnar hann um einstakar sýslur með kjörsókn á bilinu 17 prósent upp í 76 prósent, þar af aðeins þrjár yfir 50 prósent. Aðalgeir áætlar, að fyrir landið í heild hafi kjörsókn verið nokkru meiri en í Vesturamtinu. Hann nefnir ekki tölu, en af orðalagi hans að dæma virðist hann eiga við kjörsókn í kringum 30 prósent. Aðalgeir Kristjánsson nefnir til samanburðar, að kjörsókn við kosningu stjórnlagaþingsins í Danmörku hafi verið 33 prósent. Jafnvel Trampe greifa datt ekki í hug að reyna að varpa rýrð á þjóðfundinn 1851 með því að vísa til 30 prósent kjörsóknar. Grunntónninn, upphafsorðin Markmið sérhverrar stjórnarskrár er öðrum þræði að reisa girðingar til að vernda almenning fyrir yfirvöldum. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna kemur til greina að hefja stjórnarskrána í fyrstu persónu fleirtölu svo sem sumar aðrar þjóðir hafa gert til að hnykkja á þeirri hugsun, að það er þjóðin, sem býr sér til lögvarðar leikreglur og sáttmála handa sjálfri sér. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja eða breytta stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Ný stjórnarskrá lýðveldisins gæti eftir þessari hugsun hafizt eitthvað á þessa leið: Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði og mannréttindi, ábyrgð, gegnsæi, réttlæti og velferð okkar allra og til að efla friðsæld og öryggi lýðveldisins okkur öllum til heilla og hagsbóta og afkomendum okkar. Við sitjum öll við sama borð. Sérhverjum Íslendingi ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins. Hugur og lag Hvert sæki ég hugarfarið og vinnulagið, sem ég ætla að bera með mér inn á stjórnlagaþingið? Ég hef ævinlega eins og flestir aðrir háskólakennarar haft þann hátt á vinnu minni, að ég neyti lags til að leita víða ráða. Ég birti til dæmis aldrei stafkrók í blöðunum (þetta er 403. greinin mín hér í Fréttablaðinu frá 2003), nema einhverjir tveir vinir mínir eða fleiri hafi farið yfir textann frá orði til orðs. Ég hafði sama háttinn á, þegar ég lagði Morgunblaðinu til greinar með reglulegu millibili frá 1985 til 2009 og einnig Vísbendingu frá 1987 til 2005. Þessum ónefndu vinum mínum öllum er ég afar þakklátur. Ég held áfram að sækja í smiðju til þeirra og annarra. Ég sæki einnig veganesti til þeirra, sem næst mér stóðu, þar á meðal Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, afa míns. Í kvæði sínu Eimskipafélag Íslands, sem var flutt 1914 við stofnun félagsins, óskabarns þjóðarinnar þá, orðar hann hugsun sína og mína betur en ég gæti gert: Beitt skyldi djarft, en boða varast, allt með gætni gert. Hug og lag sá hafi jafnt, er koma vill heill til hafnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun
Þeir menn eru til, sem kjósa að lýsa þjóðkjörnu stjórnlagaþingi sem „ráðstefnu" til að gera lítið úr þinginu og leggja fram kærur til að reyna að fá kosninguna til stjórnlagaþings fellda úr gildi, þótt 84.000 kjósendur greiddu þar atkvæði. Þessir menn segja stjórnlagaþingið búast til „atlögu að stjórnarskránni" án þess að tilgreina, í hverju sú atlaga felist. Stjórnarskránni hefur verið breytt sjö sinnum frá 1944, enda var hún ætluð til bráðabirgða. Er það að vonum í ljósi þess, að stjórnarskráin var upphaflega nær óbreytt frá þeirri stjórnarskrá, sem Kristján níundi Danakonungur færði Íslendingum 1874. Þeir, sem óttast nýja eða breytta stjórnarskrá og reyna að varpa rýrð á stjórnlagaþingið, hamra á kjörsókninni í kosningunni í nóvember (37 prósent). Kjörsókn fyrir þjóðfundinn 1851 Hver skyldi kjörsóknin hafa verið, þegar 37 þjóðkjörnir fulltrúar voru valdir til setu á þjóðfundinum 1851? Kjörið fór fram vorið og sumarið 1850. Í bók fræðimannsins Aðalgeirs Kristjánssonar, Endurreisn Alþingis og þjóðfundurinn (Sögufélag, 1993), kemur fram, að heildartölur um kjörsókn fyrir þjóðfundinn eru ekki til. Aðalgeir safnar saman því efni, sem hann nær til, bæði úr embættismannaskýrslum og öðrum heimildum. Úr Vesturamti vantar hann bara eina sýslu. Skeri hún sig ekki mjög úr heildinni, hefur kjörsókn þar verið rétt yfir 25 prósent. Síðan vitnar hann um einstakar sýslur með kjörsókn á bilinu 17 prósent upp í 76 prósent, þar af aðeins þrjár yfir 50 prósent. Aðalgeir áætlar, að fyrir landið í heild hafi kjörsókn verið nokkru meiri en í Vesturamtinu. Hann nefnir ekki tölu, en af orðalagi hans að dæma virðist hann eiga við kjörsókn í kringum 30 prósent. Aðalgeir Kristjánsson nefnir til samanburðar, að kjörsókn við kosningu stjórnlagaþingsins í Danmörku hafi verið 33 prósent. Jafnvel Trampe greifa datt ekki í hug að reyna að varpa rýrð á þjóðfundinn 1851 með því að vísa til 30 prósent kjörsóknar. Grunntónninn, upphafsorðin Markmið sérhverrar stjórnarskrár er öðrum þræði að reisa girðingar til að vernda almenning fyrir yfirvöldum. Þess vegna á fólkið sjálft að setja sér stjórnarskrá, ekki stjórnmálamenn. Og þess vegna kemur til greina að hefja stjórnarskrána í fyrstu persónu fleirtölu svo sem sumar aðrar þjóðir hafa gert til að hnykkja á þeirri hugsun, að það er þjóðin, sem býr sér til lögvarðar leikreglur og sáttmála handa sjálfri sér. Þjóð, sem hefur orðið fyrir þungbærum skaða af völdum stjórnmálamanna og annarra, þarf nýja eða breytta stjórnarskrá til að girða fyrir frekari afglöp og ofríki af því tagi, sem ollu skaðanum. Ný stjórnarskrá lýðveldisins gæti eftir þessari hugsun hafizt eitthvað á þessa leið: Við Íslendingar setjum okkur þessa stjórnarskrá til að tryggja almannahag, frelsi, jafnrétti, bræðralag, lýðræði og mannréttindi, ábyrgð, gegnsæi, réttlæti og velferð okkar allra og til að efla friðsæld og öryggi lýðveldisins okkur öllum til heilla og hagsbóta og afkomendum okkar. Við sitjum öll við sama borð. Sérhverjum Íslendingi ber að virða stjórnarskrána, æðstu lög landsins. Hugur og lag Hvert sæki ég hugarfarið og vinnulagið, sem ég ætla að bera með mér inn á stjórnlagaþingið? Ég hef ævinlega eins og flestir aðrir háskólakennarar haft þann hátt á vinnu minni, að ég neyti lags til að leita víða ráða. Ég birti til dæmis aldrei stafkrók í blöðunum (þetta er 403. greinin mín hér í Fréttablaðinu frá 2003), nema einhverjir tveir vinir mínir eða fleiri hafi farið yfir textann frá orði til orðs. Ég hafði sama háttinn á, þegar ég lagði Morgunblaðinu til greinar með reglulegu millibili frá 1985 til 2009 og einnig Vísbendingu frá 1987 til 2005. Þessum ónefndu vinum mínum öllum er ég afar þakklátur. Ég held áfram að sækja í smiðju til þeirra og annarra. Ég sæki einnig veganesti til þeirra, sem næst mér stóðu, þar á meðal Þorsteins Gíslasonar, skálds og ritstjóra, afa míns. Í kvæði sínu Eimskipafélag Íslands, sem var flutt 1914 við stofnun félagsins, óskabarns þjóðarinnar þá, orðar hann hugsun sína og mína betur en ég gæti gert: Beitt skyldi djarft, en boða varast, allt með gætni gert. Hug og lag sá hafi jafnt, er koma vill heill til hafnar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun