Hvað nú? Pawel Bartoszek skrifar 28. janúar 2011 06:00 Ef eitthvert okkar heyrði að Hæstiréttur í Fjarlægistan hefði ógilt einhverjar kosningar þar í landi mundum við draga af því þá ályktun að Fjarlægistan væri kannski ekki algjört tipp-topp ríki en að þar væru alla vega dómstólar sem ekki væru háðir sitjandi stjórnvöldum. Skoðun okkar á lýðræðinu í Fjarlægistan myndi samt mótast mjög af því sem gerðist næst. Ef ákveðið væri að hunsa niðurstöðu dómsins eða blása kosningarnar af myndum við setja stórt spurningarmerki við lýðræðið í þessu ímyndaða ríki. Eðlilegast þætti okkur að kosið yrði aftur.Dómur Hæstaréttar Nú hefur Hæstiréttur ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Ýmislegt í þeim dómi er umdeilanlegt. Þeir kjörklefar sem notaðir voru í kosningunum voru nákvæmlega eins og þeir kjörklefar sem notast er við í löndunum í kringum okkur, og ekki er efast um að þær kosningar séu leynilegar. Hæstiréttur finnur að því að einhver hefði getað staðið bak við kjósanda og fylgst með hvernig hann kaus. Hæstiréttur finnur að því að ekki hafi mátt brjóta kjörseðlana saman. Hæstiréttur finnur að því að notaðir hafi verið plastkassar við kosninguna og að hægt hefði verið að brjóta þá í sundur og lesa kjörseðla. Hæstiréttur finnur að því að menn hefðu getað skrifað niður í hvaða röð menn kusu og síðan hugsanlega reiknað út hver kaus hvað. Hæstiréttur virðist hafa þá skoðun að lýðræðisleiki kosninganna sé að stórum hluta tryggður með lásum, innsiglum, efnanotkun og blaðabroti. Það skal ekki gera lítið úr þörf þess að fara að lögum. En það má líka opna trékassa og troða í þá seðlum, sé viljinn fyrir hendi. Löng og sterk lýðræðishefð hér á landi er nefnilega sterkasta trygging okkar gegn kosningamisferli, ekki aðeins þær lagatæknilegu hefðir sem myndast hafa. Einu atriði í dómnum má vera sammála, en það er að rangt hafi verið að gefa hvorki fulltrúum frambjóðenda né óháðum aðilum færi á að vera viðstaddir talninguna. Þótt slíkt geti verið torframkvæmanlegt sökum fjölda frambjóðenda er leynd í talningu tortryggileg í eðli sínu, og því eðlilegt að bjóða upp á slíkt. Var þetta nóg til að ógilda kosninguna? Ekki að mínu viti, en það var ekki mitt að dæma.Hvað myndi lýðræðisríki gera? Auðvitað er það grautfúlt fyrir okkur sem náðum upprunalega kjöri á þetta stjórnlagaþing að Hæstiréttur hafi dæmt kosningarnar ógildar. Allir höfðu gert einhverjar áætlanir sem nú raskast. Auðvitað væri það þægilegast fyrir okkur að þingið myndi einfaldlega hunsa niðurstöðu Hæstaréttar og velja okkur samt. En þetta snýst ekki um þægindi okkar eða útgjöld ríkisins. Þetta snýst um trúverðugleika Íslands sem lýðræðisríkis. Að hunsa niðurstöðu dómsins og þingskipa stjórnlagaþingið væri kannski löglegt en það væri rugl. Af sama meiði eru hugmyndir margra um að blása stjórnlagaþingið af. Auðvitað væri það löglegt en það væri samt algjört rugl. Samkvæmt lögum á að halda stjórnlagaþing. Er rétt að fella burt lög vegna þess að ekki var rétt eftir þeim farið?Vinir hins óbreytta ástands Víglínurnar um stjórnlagaþingið eru þær sömu og áður. Fyrir suma var stjórnlagaþingið mesta nauðsyn, aðrir fundu því allt til foráttu. Dómur Hæstaréttar bætir einfaldlega engu við þá umræðu sem átti sér stað á sínum tíma. Hann fjallar um gildi kosninganna, ekki um nauðsyn þess að halda stjórnlagaþing. Vinahópurinn sem hæddi, kærði og dæmdi kosningarnar ógildar hlýtur að gera sér grein fyrir að eina rökrétta afleiðing slíkrar ógildingar er að laga þá annmarka sem á framkvæmdinni voru, og endurtaka síðan kosningarnar. Ýmislegs annars mega menn krefjast, en þær kröfur eru dómnum óviðkomandi.Aðeins einn kostur Alls vegna þarf að kjósa aftur. Dóma þarf að virða. Og það má heldur ekki vera þannig að menn geti náð sínu fram í lýðræðislegum kosningum með því að hvetja kjósendur til að sniðganga kosningarnar og kæra síðan niðurstöðurnar. Það verður að skapa það fordæmi að eina afleiðing sigurs í kosningakæru sé endurteknar kosningar. Þeir sem vilja ekki breytingar á stjórnarskránni þurfa einfaldlega að bjóða sig fram og afla sér fylgis. Það er rétta leiðin. Við kjósum aftur. Og ef einhver klúðrar því líka, þá kjósum við bara aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Ef eitthvert okkar heyrði að Hæstiréttur í Fjarlægistan hefði ógilt einhverjar kosningar þar í landi mundum við draga af því þá ályktun að Fjarlægistan væri kannski ekki algjört tipp-topp ríki en að þar væru alla vega dómstólar sem ekki væru háðir sitjandi stjórnvöldum. Skoðun okkar á lýðræðinu í Fjarlægistan myndi samt mótast mjög af því sem gerðist næst. Ef ákveðið væri að hunsa niðurstöðu dómsins eða blása kosningarnar af myndum við setja stórt spurningarmerki við lýðræðið í þessu ímyndaða ríki. Eðlilegast þætti okkur að kosið yrði aftur.Dómur Hæstaréttar Nú hefur Hæstiréttur ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Ýmislegt í þeim dómi er umdeilanlegt. Þeir kjörklefar sem notaðir voru í kosningunum voru nákvæmlega eins og þeir kjörklefar sem notast er við í löndunum í kringum okkur, og ekki er efast um að þær kosningar séu leynilegar. Hæstiréttur finnur að því að einhver hefði getað staðið bak við kjósanda og fylgst með hvernig hann kaus. Hæstiréttur finnur að því að ekki hafi mátt brjóta kjörseðlana saman. Hæstiréttur finnur að því að notaðir hafi verið plastkassar við kosninguna og að hægt hefði verið að brjóta þá í sundur og lesa kjörseðla. Hæstiréttur finnur að því að menn hefðu getað skrifað niður í hvaða röð menn kusu og síðan hugsanlega reiknað út hver kaus hvað. Hæstiréttur virðist hafa þá skoðun að lýðræðisleiki kosninganna sé að stórum hluta tryggður með lásum, innsiglum, efnanotkun og blaðabroti. Það skal ekki gera lítið úr þörf þess að fara að lögum. En það má líka opna trékassa og troða í þá seðlum, sé viljinn fyrir hendi. Löng og sterk lýðræðishefð hér á landi er nefnilega sterkasta trygging okkar gegn kosningamisferli, ekki aðeins þær lagatæknilegu hefðir sem myndast hafa. Einu atriði í dómnum má vera sammála, en það er að rangt hafi verið að gefa hvorki fulltrúum frambjóðenda né óháðum aðilum færi á að vera viðstaddir talninguna. Þótt slíkt geti verið torframkvæmanlegt sökum fjölda frambjóðenda er leynd í talningu tortryggileg í eðli sínu, og því eðlilegt að bjóða upp á slíkt. Var þetta nóg til að ógilda kosninguna? Ekki að mínu viti, en það var ekki mitt að dæma.Hvað myndi lýðræðisríki gera? Auðvitað er það grautfúlt fyrir okkur sem náðum upprunalega kjöri á þetta stjórnlagaþing að Hæstiréttur hafi dæmt kosningarnar ógildar. Allir höfðu gert einhverjar áætlanir sem nú raskast. Auðvitað væri það þægilegast fyrir okkur að þingið myndi einfaldlega hunsa niðurstöðu Hæstaréttar og velja okkur samt. En þetta snýst ekki um þægindi okkar eða útgjöld ríkisins. Þetta snýst um trúverðugleika Íslands sem lýðræðisríkis. Að hunsa niðurstöðu dómsins og þingskipa stjórnlagaþingið væri kannski löglegt en það væri rugl. Af sama meiði eru hugmyndir margra um að blása stjórnlagaþingið af. Auðvitað væri það löglegt en það væri samt algjört rugl. Samkvæmt lögum á að halda stjórnlagaþing. Er rétt að fella burt lög vegna þess að ekki var rétt eftir þeim farið?Vinir hins óbreytta ástands Víglínurnar um stjórnlagaþingið eru þær sömu og áður. Fyrir suma var stjórnlagaþingið mesta nauðsyn, aðrir fundu því allt til foráttu. Dómur Hæstaréttar bætir einfaldlega engu við þá umræðu sem átti sér stað á sínum tíma. Hann fjallar um gildi kosninganna, ekki um nauðsyn þess að halda stjórnlagaþing. Vinahópurinn sem hæddi, kærði og dæmdi kosningarnar ógildar hlýtur að gera sér grein fyrir að eina rökrétta afleiðing slíkrar ógildingar er að laga þá annmarka sem á framkvæmdinni voru, og endurtaka síðan kosningarnar. Ýmislegs annars mega menn krefjast, en þær kröfur eru dómnum óviðkomandi.Aðeins einn kostur Alls vegna þarf að kjósa aftur. Dóma þarf að virða. Og það má heldur ekki vera þannig að menn geti náð sínu fram í lýðræðislegum kosningum með því að hvetja kjósendur til að sniðganga kosningarnar og kæra síðan niðurstöðurnar. Það verður að skapa það fordæmi að eina afleiðing sigurs í kosningakæru sé endurteknar kosningar. Þeir sem vilja ekki breytingar á stjórnarskránni þurfa einfaldlega að bjóða sig fram og afla sér fylgis. Það er rétta leiðin. Við kjósum aftur. Og ef einhver klúðrar því líka, þá kjósum við bara aftur.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun