Ofgreitt fyrir menntun Pawel Bartoszek skrifar 21. janúar 2011 06:30 Íslenska menntakerfið er ekki lélegt. Í nýlegri PISA könnun lentu íslenskir grunnskólanemendur lentu í tíunda sæti meðal OECD ríkja. Það heitir bara fjári gott. Íslenska menntakerfið er hins vegar dýrt, en fáar þjóðir eyða jafnmiklu fé til menntunar barna og Íslendingar. Miðað við hve miklu er eytt ættum að við að hafa frábært menntakerfi og kennarar ættu að vera með frábær laun. Hvorugt er raunin. Laun kennara eru vel undir meðaltali OECD ríkja, árangur íslenskra nemenda er fínn, en ekki frábær. Við erum sem sagt ekki að fá það sem við borgum fyrir. Við greiðum af Lexus en keyrum um á Corollu. Við þurfum því að nýta það fé sem varið er til menntamála betur. Flest af því sem þyrfti að laga er ekki flókið, en mætir allt of oft kokhraustri andstöðu frá þeim sem á endanum myndu græða mest á slíkum breytingum, kennurum, eða öllu heldur forustu kennarasamtaka. Í stuttu máli þarf að láta færri og betri kennara kenna meira. Grunnskólinn er tíu ár. Menntaskólinn fjögur. Annaðhvort af þessu á að stytta og helst jafnvel bæði. Það myndi þýða að ungt fólk kæmist fyrr í að læra það sem það sannarlega hefur áhuga á og þar fyrir utan gætum við þá fækkað kennurum. Við viljum hafa færri kennara og borga þeim meira. Við þurfum að kenna lengur inn í sumarið. Ég veit að öllum finnst gaman að vera úti þegar veðrið er gott, en ég vil frekar að kennarar kenni meira og þéni meira heldur en að árið sé stytt og þeim gefið meira svigrúm til tekjuöflunar á öðrum vettvangi, en þannig hugmyndir skjóta reglulega upp kollinum. Nemendalausum dögum í grunnskóla, jafnt við upphaf og endi skólaársins sem og þeim á miðri, önn þarf að fækka. Eins og flestir kennarar þekki ég það að margir vanmeta þá vinnu sem fer í undirbúning kennslu. En það eru samt takmörk fyrir hve raunhæft og gagnlegt það er að sinna slíkum undirbúningi utan hefðbundins skólaárs. Að undirbúa kennslu nokkrum vikum áður en hún byrjar er dálítið eins og að undirbúa sig undir sundferð. Stundum verður ekki lengra í undirbúningi komist og það þarf einfaldlega að stökkva út í laugina. Það veldur manni annars vonbrigðum að hve miklu leyti kjarabarátta kennara hefur gengið út á það að gera starfið þægilegra. Mér er það til dæmis hulin ráðgáta hvers vegna það sé sértakt baráttumál að kennarar kenni minna þegar þeir eldast. Ekkert er að því að menn semji um lægra starfshlutfall þegar launataxti þeirra hækkar, en hvers vegna er sjálfkrafa búið að semja um þetta fyrir þá? Markmiðið ætti að vera að reyndir og góðir kennara kenni meira, ekki minna. Hár kostnaður menntakerfisins skrifast af einhverju leyti á hátt hlutall ungs fólks hér á landi en það er einungis lítill hluti af skýringunni. Hlutfall starfsfólks á hvern nemanda er hátt. Þrennt kemur helst til. Bekkir eru ögn fámennari en víða gengur gerist, töluvert hefur verið ráðið af skólaliðum og öðru starfsfólki sem passa börn í frímínútum meðan kennarar hlaða batteríin og loks hefur starfsfólki sem eyrnamerkt er ákveðnum hópum nemenda fjölgað mikið. Sú hugmyndafræði að til dæmis fatlaðir nemendur hljóti sömu skólagöngu og áðir er ekki ljót. En kerfið sem byggt hefur verið í kringum þá hugmyndafræði hefur verið misnotað. Það er orðið eitt helsta verkfæri skólastjórnenda til að ná í fjármuni úr kerfinu er að greina seinþroska eða ókurteis börn með einhvers konar sjúkdóm og fá þannig aukinn mannskap til að sinna þeim. Fleiri láglaunamenn. Launamál kennara þarfnast uppstokkunar. Launin eru ótrúlega einsleit sem skýrist af miðlægum kjarasamningum og tregðu stéttarfélaga til að leyfa meira svigrúm í samningum milli einstaka kennara og skóla. Best væri að hver kennari semdi um eigin laun við vinnuveitendur sína. Menn myndu þá byrja lágt en hækka ört eftir því sem þeir bættu við sig menntun og starfsreynslu. Afburðarkennurum myndi fjölga. Hæstu laun kennara yrðu tvöföld til þreföld byrjunarlaun. Mun kennaraforystan fallast á þessar breytingar? Það efast ég því miður um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Íslenska menntakerfið er ekki lélegt. Í nýlegri PISA könnun lentu íslenskir grunnskólanemendur lentu í tíunda sæti meðal OECD ríkja. Það heitir bara fjári gott. Íslenska menntakerfið er hins vegar dýrt, en fáar þjóðir eyða jafnmiklu fé til menntunar barna og Íslendingar. Miðað við hve miklu er eytt ættum að við að hafa frábært menntakerfi og kennarar ættu að vera með frábær laun. Hvorugt er raunin. Laun kennara eru vel undir meðaltali OECD ríkja, árangur íslenskra nemenda er fínn, en ekki frábær. Við erum sem sagt ekki að fá það sem við borgum fyrir. Við greiðum af Lexus en keyrum um á Corollu. Við þurfum því að nýta það fé sem varið er til menntamála betur. Flest af því sem þyrfti að laga er ekki flókið, en mætir allt of oft kokhraustri andstöðu frá þeim sem á endanum myndu græða mest á slíkum breytingum, kennurum, eða öllu heldur forustu kennarasamtaka. Í stuttu máli þarf að láta færri og betri kennara kenna meira. Grunnskólinn er tíu ár. Menntaskólinn fjögur. Annaðhvort af þessu á að stytta og helst jafnvel bæði. Það myndi þýða að ungt fólk kæmist fyrr í að læra það sem það sannarlega hefur áhuga á og þar fyrir utan gætum við þá fækkað kennurum. Við viljum hafa færri kennara og borga þeim meira. Við þurfum að kenna lengur inn í sumarið. Ég veit að öllum finnst gaman að vera úti þegar veðrið er gott, en ég vil frekar að kennarar kenni meira og þéni meira heldur en að árið sé stytt og þeim gefið meira svigrúm til tekjuöflunar á öðrum vettvangi, en þannig hugmyndir skjóta reglulega upp kollinum. Nemendalausum dögum í grunnskóla, jafnt við upphaf og endi skólaársins sem og þeim á miðri, önn þarf að fækka. Eins og flestir kennarar þekki ég það að margir vanmeta þá vinnu sem fer í undirbúning kennslu. En það eru samt takmörk fyrir hve raunhæft og gagnlegt það er að sinna slíkum undirbúningi utan hefðbundins skólaárs. Að undirbúa kennslu nokkrum vikum áður en hún byrjar er dálítið eins og að undirbúa sig undir sundferð. Stundum verður ekki lengra í undirbúningi komist og það þarf einfaldlega að stökkva út í laugina. Það veldur manni annars vonbrigðum að hve miklu leyti kjarabarátta kennara hefur gengið út á það að gera starfið þægilegra. Mér er það til dæmis hulin ráðgáta hvers vegna það sé sértakt baráttumál að kennarar kenni minna þegar þeir eldast. Ekkert er að því að menn semji um lægra starfshlutfall þegar launataxti þeirra hækkar, en hvers vegna er sjálfkrafa búið að semja um þetta fyrir þá? Markmiðið ætti að vera að reyndir og góðir kennara kenni meira, ekki minna. Hár kostnaður menntakerfisins skrifast af einhverju leyti á hátt hlutall ungs fólks hér á landi en það er einungis lítill hluti af skýringunni. Hlutfall starfsfólks á hvern nemanda er hátt. Þrennt kemur helst til. Bekkir eru ögn fámennari en víða gengur gerist, töluvert hefur verið ráðið af skólaliðum og öðru starfsfólki sem passa börn í frímínútum meðan kennarar hlaða batteríin og loks hefur starfsfólki sem eyrnamerkt er ákveðnum hópum nemenda fjölgað mikið. Sú hugmyndafræði að til dæmis fatlaðir nemendur hljóti sömu skólagöngu og áðir er ekki ljót. En kerfið sem byggt hefur verið í kringum þá hugmyndafræði hefur verið misnotað. Það er orðið eitt helsta verkfæri skólastjórnenda til að ná í fjármuni úr kerfinu er að greina seinþroska eða ókurteis börn með einhvers konar sjúkdóm og fá þannig aukinn mannskap til að sinna þeim. Fleiri láglaunamenn. Launamál kennara þarfnast uppstokkunar. Launin eru ótrúlega einsleit sem skýrist af miðlægum kjarasamningum og tregðu stéttarfélaga til að leyfa meira svigrúm í samningum milli einstaka kennara og skóla. Best væri að hver kennari semdi um eigin laun við vinnuveitendur sína. Menn myndu þá byrja lágt en hækka ört eftir því sem þeir bættu við sig menntun og starfsreynslu. Afburðarkennurum myndi fjölga. Hæstu laun kennara yrðu tvöföld til þreföld byrjunarlaun. Mun kennaraforystan fallast á þessar breytingar? Það efast ég því miður um.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun