Woods baðst afsökunar á því að hafa hrækt á flötina í Dubai Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 15. febrúar 2011 18:15 Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods baðst í gær afsökunar á því að hafa hrækt á flötina á lokadegi Dubai meistaramótsins sem lauk á sunnudaginn. Woods lét góða „slummu" flakka á meðan hann var að undirbúa sig fyrir pútt og vakti hann ekki mikla lukku hjá forráðamönnum golfíþróttarinnar. Bandaríski kylfingurinn hefur nú beðist afsökunar en það gerði hann á Twitter samskipta síðunni en hann þarf að greiða sekt fyrir atvikið. Woods ætti að hafa efni á því en sektin er á bilinu 50.000 kr - 1,8 milljónir kr. Hinn 35 ára gamli Woods fékk um 340 milljónir kr. fyrir það eitt að taka þátt á mótinu og sektin er því ekki að setja heimilisbókhaldið úr skorðum hjá kylfingnum. Mjög strangt er tekið á slíku athæfi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og þeir sem hrækja á götum úti geta átt von á sekt upp á 100 pund eða um 18.000 kr. Þess má geta að Woods endaði í 20. sæti á mótinu eftir að hafa leikið lokahringinn á 75 höggum. Hann fékk um 3 milljónir kr. í verðlaunafé fyrir þann árangur.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira