Vekur athygli tískuheimsins 30. janúar 2011 09:00 Fabricly aðstoðar hönnuði við að koma línum sínum á markað. Mynd af heimasíðu fyrirtækisins, fabricly.com. Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði. Tímaritið Women's Wear Daily hefur meðal annars fjallað um starfsemi Fabricly en Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er sögð lesa það blað reglulega til að fylgjast með nýjungum innan tískuheimsins. „Fabricly hjálpar fatahönnuðum við að koma línum sínum á markað. Þeir senda okkur hugmyndir að línum og við borgum fyrir prótótýpur, framleiðslu, myndatöku og fleira. Fötin eru síðan seld á vefsíðunni okkar og seinna munum við einnig selja í verslanir." Samstarfið er því svipað og milli plötufyrirtækja og tónlistarfólks.Ari Helgason er stofnandi Fabricly. Hugmyndina að Fabricly segir Ari hafa kviknað í kjölfar fyrirtækis sem hann hafði stofnað ásamt bróður sínum, fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni. Fyrirtækið selur hugbúnað sem hjálpar litlum tískufyrirtækjum með sölu og flýtir fyrir framleiðslu. Í gegnum það kynntist Ari fjölda hönnuða sem áttu í miklum vandræðum bæði með framleiðslu og að koma vörum sínum á markað. „Við sáum tækifæri í því að fá kaupendur til að aðstoða okkur við valið á flíkum og koma þannig með vöru sem fólk vill kaupa. Við horfðum líka á hvernig fyrirtæki eins og Zara geta framleitt föt á fáeinum vikum og komist hjá því að framleiða of mikið af vöru, sem selst ekki, með því að framleiða í minni skömmtum." Vefsíða Fabricly er fabricly.com. - sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði. Tímaritið Women's Wear Daily hefur meðal annars fjallað um starfsemi Fabricly en Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er sögð lesa það blað reglulega til að fylgjast með nýjungum innan tískuheimsins. „Fabricly hjálpar fatahönnuðum við að koma línum sínum á markað. Þeir senda okkur hugmyndir að línum og við borgum fyrir prótótýpur, framleiðslu, myndatöku og fleira. Fötin eru síðan seld á vefsíðunni okkar og seinna munum við einnig selja í verslanir." Samstarfið er því svipað og milli plötufyrirtækja og tónlistarfólks.Ari Helgason er stofnandi Fabricly. Hugmyndina að Fabricly segir Ari hafa kviknað í kjölfar fyrirtækis sem hann hafði stofnað ásamt bróður sínum, fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni. Fyrirtækið selur hugbúnað sem hjálpar litlum tískufyrirtækjum með sölu og flýtir fyrir framleiðslu. Í gegnum það kynntist Ari fjölda hönnuða sem áttu í miklum vandræðum bæði með framleiðslu og að koma vörum sínum á markað. „Við sáum tækifæri í því að fá kaupendur til að aðstoða okkur við valið á flíkum og koma þannig með vöru sem fólk vill kaupa. Við horfðum líka á hvernig fyrirtæki eins og Zara geta framleitt föt á fáeinum vikum og komist hjá því að framleiða of mikið af vöru, sem selst ekki, með því að framleiða í minni skömmtum." Vefsíða Fabricly er fabricly.com. - sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira