Vekur athygli tískuheimsins 30. janúar 2011 09:00 Fabricly aðstoðar hönnuði við að koma línum sínum á markað. Mynd af heimasíðu fyrirtækisins, fabricly.com. Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði. Tímaritið Women's Wear Daily hefur meðal annars fjallað um starfsemi Fabricly en Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er sögð lesa það blað reglulega til að fylgjast með nýjungum innan tískuheimsins. „Fabricly hjálpar fatahönnuðum við að koma línum sínum á markað. Þeir senda okkur hugmyndir að línum og við borgum fyrir prótótýpur, framleiðslu, myndatöku og fleira. Fötin eru síðan seld á vefsíðunni okkar og seinna munum við einnig selja í verslanir." Samstarfið er því svipað og milli plötufyrirtækja og tónlistarfólks.Ari Helgason er stofnandi Fabricly. Hugmyndina að Fabricly segir Ari hafa kviknað í kjölfar fyrirtækis sem hann hafði stofnað ásamt bróður sínum, fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni. Fyrirtækið selur hugbúnað sem hjálpar litlum tískufyrirtækjum með sölu og flýtir fyrir framleiðslu. Í gegnum það kynntist Ari fjölda hönnuða sem áttu í miklum vandræðum bæði með framleiðslu og að koma vörum sínum á markað. „Við sáum tækifæri í því að fá kaupendur til að aðstoða okkur við valið á flíkum og koma þannig með vöru sem fólk vill kaupa. Við horfðum líka á hvernig fyrirtæki eins og Zara geta framleitt föt á fáeinum vikum og komist hjá því að framleiða of mikið af vöru, sem selst ekki, með því að framleiða í minni skömmtum." Vefsíða Fabricly er fabricly.com. - sm Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Ari Helgason er stofnandi fyrirtækisins Fabricly sem er ætlað að aðstoða fatahönnuði við að koma fatalínu sinni markað. Ari er búsettur í New York og stofnaði Fabricly í byrjun síðasta árs. Móttökurnar hafa að hans sögn verið mjög góðar bæði meðal hönnuða og kaupenda enda fer fyrirtækið nýjar leiðir í framleiðslu og sölu á tískufatnaði. Tímaritið Women's Wear Daily hefur meðal annars fjallað um starfsemi Fabricly en Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er sögð lesa það blað reglulega til að fylgjast með nýjungum innan tískuheimsins. „Fabricly hjálpar fatahönnuðum við að koma línum sínum á markað. Þeir senda okkur hugmyndir að línum og við borgum fyrir prótótýpur, framleiðslu, myndatöku og fleira. Fötin eru síðan seld á vefsíðunni okkar og seinna munum við einnig selja í verslanir." Samstarfið er því svipað og milli plötufyrirtækja og tónlistarfólks.Ari Helgason er stofnandi Fabricly. Hugmyndina að Fabricly segir Ari hafa kviknað í kjölfar fyrirtækis sem hann hafði stofnað ásamt bróður sínum, fatahönnuðinum Ingvari Helgasyni. Fyrirtækið selur hugbúnað sem hjálpar litlum tískufyrirtækjum með sölu og flýtir fyrir framleiðslu. Í gegnum það kynntist Ari fjölda hönnuða sem áttu í miklum vandræðum bæði með framleiðslu og að koma vörum sínum á markað. „Við sáum tækifæri í því að fá kaupendur til að aðstoða okkur við valið á flíkum og koma þannig með vöru sem fólk vill kaupa. Við horfðum líka á hvernig fyrirtæki eins og Zara geta framleitt föt á fáeinum vikum og komist hjá því að framleiða of mikið af vöru, sem selst ekki, með því að framleiða í minni skömmtum." Vefsíða Fabricly er fabricly.com. - sm
Mest lesið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp