Atvinnubótaráðuneytið Ólafur Þ. Stephensen skrifar 7. janúar 2011 06:15 Hugmyndir um sameinað atvinnuvegaráðuneyti, sem taki við hlutverki sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta, hafa átt fylgi að fagna í öllum fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum á undanförnum árum og ratað inn í stefnu þeirra allra; Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Talsmenn allra þessara flokka hafa talað fyrir hugmyndinni á Alþingi. Rökin fyrir slíkri sameiningu hafa verið býsna augljós. Þau eru í fyrsta lagi hagræðing í rekstri stjórnarráðsins. Í öðru lagi yrði til stórt og öflugt ráðuneyti sem hefði burði til að standa faglegar að stjórnsýslu. Í þriðja lagi myndi breytingin stuðla að því að ráðherra atvinnuveganna hætti að líta á sig sem sérhagsmunagæzlumann einnar atvinnugreinar, eins og tíðkazt hefur lengi, og einbeitti sér fremur að því að skapa atvinnulífi landsmanna hagstæð, almenn starfsskilyrði. Það er dálítið merkilegt að fólk skuli nú sjá allt mögulegt annað út úr áformum núverandi ríkisstjórnar um að sameina atvinnuvegaráðuneytin. Sumir sjá út úr þeim samsæri um að klekkja á Jóni Bjarnasyni, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, jafnvel þótt hans eigin flokkur hafi tekið hugmyndina upp á sína arma talsvert áður en flestum gat dottið í hug að Jón yrði ráðherra. Sumir sjá líka út úr áformunum lævíslega aðferð til að veikja stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar í aðildarviðræðunum við ESB - jafnvel þótt allir flokkar hafi sett hugmyndina fram löngu áður en Ísland sótti um aðild. Væntanlega bera stjórnvöld og samningamenn líka hagsmuni allra atvinnuvega á Íslandi fyrir brjósti við samningaborðið, alveg burtséð frá skipulagi stjórnarráðsins. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi og landbúnaði hafa lengi verið á móti sameiningu ráðuneyta atvinnuveganna og ekki viljað missa „sitt" ráðuneyti. Nú virðast Samtök iðnaðarins hafa bætzt í hópinn, en þau studdu áður sameiningu ráðuneytanna. Kannski hafa forsvarsmenn SI áhyggjur af því að atvinnustefna Vinstri grænna leggist eins og dauð hönd yfir iðnaðinn ef af sameiningu verður, en líklega er búið að semja um að VG fái nýja ráðuneytið í sinn hlut. Svo gæti líka verið að þeir hafi komizt að sömu niðurstöðu og hagsmunaaðilar í landbúnaði og sjávarútvegi; að það sé miklu þægilegra fyrir sérhagsmunagæzlu öflugra samtaka að hafa lítið og veikburða ráðuneyti og ráðherra sem þarf ekki að taka tillit til hagsmuna annarra greina. Sameining atvinnuvegaráðuneyta höfðar til þeirra sem vilja horfa á almannahag, en er eitur í beinum sérhagsmuna. Það eru frekar meðmæli með því að breytingin verði gerð en hið gagnstæða. Stjórnmálamenn virðast sömuleiðis líta sameiningu jákvæðum augum þegar þeir horfa til skynsamlegs skipulags stjórnarráðsins, en eru minna hrifnir ef þeir eru haldnir þrá eftir ráðherrastól. Þá eru sem flest og minnst ráðuneyti auðvitað eftirsóknarverð - eins konar atvinnubótaráðuneyti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Hugmyndir um sameinað atvinnuvegaráðuneyti, sem taki við hlutverki sjávarútvegs-, landbúnaðar- og iðnaðarráðuneyta, hafa átt fylgi að fagna í öllum fjórum stærstu stjórnmálaflokkunum á undanförnum árum og ratað inn í stefnu þeirra allra; Samfylkingarinnar, Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri grænna. Talsmenn allra þessara flokka hafa talað fyrir hugmyndinni á Alþingi. Rökin fyrir slíkri sameiningu hafa verið býsna augljós. Þau eru í fyrsta lagi hagræðing í rekstri stjórnarráðsins. Í öðru lagi yrði til stórt og öflugt ráðuneyti sem hefði burði til að standa faglegar að stjórnsýslu. Í þriðja lagi myndi breytingin stuðla að því að ráðherra atvinnuveganna hætti að líta á sig sem sérhagsmunagæzlumann einnar atvinnugreinar, eins og tíðkazt hefur lengi, og einbeitti sér fremur að því að skapa atvinnulífi landsmanna hagstæð, almenn starfsskilyrði. Það er dálítið merkilegt að fólk skuli nú sjá allt mögulegt annað út úr áformum núverandi ríkisstjórnar um að sameina atvinnuvegaráðuneytin. Sumir sjá út úr þeim samsæri um að klekkja á Jóni Bjarnasyni, núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, jafnvel þótt hans eigin flokkur hafi tekið hugmyndina upp á sína arma talsvert áður en flestum gat dottið í hug að Jón yrði ráðherra. Sumir sjá líka út úr áformunum lævíslega aðferð til að veikja stöðu sjávarútvegs og landbúnaðar í aðildarviðræðunum við ESB - jafnvel þótt allir flokkar hafi sett hugmyndina fram löngu áður en Ísland sótti um aðild. Væntanlega bera stjórnvöld og samningamenn líka hagsmuni allra atvinnuvega á Íslandi fyrir brjósti við samningaborðið, alveg burtséð frá skipulagi stjórnarráðsins. Hagsmunasamtök í sjávarútvegi og landbúnaði hafa lengi verið á móti sameiningu ráðuneyta atvinnuveganna og ekki viljað missa „sitt" ráðuneyti. Nú virðast Samtök iðnaðarins hafa bætzt í hópinn, en þau studdu áður sameiningu ráðuneytanna. Kannski hafa forsvarsmenn SI áhyggjur af því að atvinnustefna Vinstri grænna leggist eins og dauð hönd yfir iðnaðinn ef af sameiningu verður, en líklega er búið að semja um að VG fái nýja ráðuneytið í sinn hlut. Svo gæti líka verið að þeir hafi komizt að sömu niðurstöðu og hagsmunaaðilar í landbúnaði og sjávarútvegi; að það sé miklu þægilegra fyrir sérhagsmunagæzlu öflugra samtaka að hafa lítið og veikburða ráðuneyti og ráðherra sem þarf ekki að taka tillit til hagsmuna annarra greina. Sameining atvinnuvegaráðuneyta höfðar til þeirra sem vilja horfa á almannahag, en er eitur í beinum sérhagsmuna. Það eru frekar meðmæli með því að breytingin verði gerð en hið gagnstæða. Stjórnmálamenn virðast sömuleiðis líta sameiningu jákvæðum augum þegar þeir horfa til skynsamlegs skipulags stjórnarráðsins, en eru minna hrifnir ef þeir eru haldnir þrá eftir ráðherrastól. Þá eru sem flest og minnst ráðuneyti auðvitað eftirsóknarverð - eins konar atvinnubótaráðuneyti.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun