Teiknimyndin um hinn sérkennilega Múmíndal er í þrívídd og semur Björk Guðmundsdóttir aðallag myndarinnar, The Comet Song. Sjá má myndbandið við lagið hér að neðan.
Myndin segir frá því að íbúarnir í Múmíndal vakna við að eitthvað undarlegt hefur gerst því grátt ryk liggur yfir öllu. Múmínsnáðinn ákveður að leggja upp í ferðalag til stjörnufræðinganna uppi í fjöllum en ferðin reynist ákaflega hættuleg og erfið. Myndin er sýnd með íslensku tali.